Kári fer í myndatöku í dag: „Vinnum þennan bikar með eða án hans“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2019 14:58 Kári lék sinn 79. landsleik í gær. vísir/bára Seinna í dag kemur í ljós hvort Kári Árnason geti tekið þátt í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á laugardaginn. Þar mætast Víkingur og FH. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Víkinga í 48 ár. Kári meiddist í 4-2 tapi Íslands fyrir Albaníu í undankeppni EM 2020 í gær. Hann fer í myndatöku síðdegis og þá kemur í ljós hvort Víkingar geti nýtt krafta hans á laugardaginn. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ekkert alltof bjartsýnn á það. „Hann fer í myndatöku klukkan 16:00 í dag og þá ættum við að vita hvort eitthvað er slitið. Ef svo er ekki er smá von að tjasla honum saman. Vonin er víst það síðasta sem mannskepnan tapar þannig að við reynum að halda í hana,“ sagði Arnar við Vísi á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn í dag. En hvernig leið honum þegar Kári byrjaði að haltra í leiknum í Albaníu í gær? „Mér leið ömurlega fyrir hans hönd. Þetta var hræðilegt því hann er svo mikill Víkingur. Það er hrikalega leiðinlegt fyrir hann ef hann missir af úrslitaleiknum,“ sagði Arnar. „Fyrir mig sem þjálfara var þetta líka hræðilegt að sjá þetta. En þegar ég vaknaði í morgun sá ég ný tækifæri fyrir nýja leikmenn. Það verða ellefu gegn ellefu í leiknum og við verðum flottir á laugardaginn. Við vinnum þennan bikar með eða án Kára.“ Leikurinn í gær var annar leikur hins 37 ára Kára á fjórum dögum. Hann lék allan tímann þegar Ísland vann Moldóvu, 3-0, á laugardaginn. „Það er frábært fyrir hann að spila á hæsta getustigi í svona mikilvægum leikjum. Honum var ekki gerður neinn greiði; ferðalagið, stutt á milli leikja, grenjandi rigning og svo var liðið mjög opið í fyrri hálfleik þannig að hann þurfti að hlaupa mikið,“ sagði Arnar. „Það voru margar þungar lappir í gær og maður fór að hafa áhyggjur þegar leið á seinni hálfleik hvort kallinn þyrfti að skipta sér út af. En fyrir hann og Víking er frábært að hann sé ennþá í landsliðinu.“ Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
Seinna í dag kemur í ljós hvort Kári Árnason geti tekið þátt í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á laugardaginn. Þar mætast Víkingur og FH. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Víkinga í 48 ár. Kári meiddist í 4-2 tapi Íslands fyrir Albaníu í undankeppni EM 2020 í gær. Hann fer í myndatöku síðdegis og þá kemur í ljós hvort Víkingar geti nýtt krafta hans á laugardaginn. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ekkert alltof bjartsýnn á það. „Hann fer í myndatöku klukkan 16:00 í dag og þá ættum við að vita hvort eitthvað er slitið. Ef svo er ekki er smá von að tjasla honum saman. Vonin er víst það síðasta sem mannskepnan tapar þannig að við reynum að halda í hana,“ sagði Arnar við Vísi á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn í dag. En hvernig leið honum þegar Kári byrjaði að haltra í leiknum í Albaníu í gær? „Mér leið ömurlega fyrir hans hönd. Þetta var hræðilegt því hann er svo mikill Víkingur. Það er hrikalega leiðinlegt fyrir hann ef hann missir af úrslitaleiknum,“ sagði Arnar. „Fyrir mig sem þjálfara var þetta líka hræðilegt að sjá þetta. En þegar ég vaknaði í morgun sá ég ný tækifæri fyrir nýja leikmenn. Það verða ellefu gegn ellefu í leiknum og við verðum flottir á laugardaginn. Við vinnum þennan bikar með eða án Kára.“ Leikurinn í gær var annar leikur hins 37 ára Kára á fjórum dögum. Hann lék allan tímann þegar Ísland vann Moldóvu, 3-0, á laugardaginn. „Það er frábært fyrir hann að spila á hæsta getustigi í svona mikilvægum leikjum. Honum var ekki gerður neinn greiði; ferðalagið, stutt á milli leikja, grenjandi rigning og svo var liðið mjög opið í fyrri hálfleik þannig að hann þurfti að hlaupa mikið,“ sagði Arnar. „Það voru margar þungar lappir í gær og maður fór að hafa áhyggjur þegar leið á seinni hálfleik hvort kallinn þyrfti að skipta sér út af. En fyrir hann og Víking er frábært að hann sé ennþá í landsliðinu.“
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00