Fótbolti

Tíu marka stórsigur Wolfsburg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir varð meistari í Þýskalandi með Wolfsburg á síðustu leiktíð.
Sara Björk Gunnarsdóttir varð meistari í Þýskalandi með Wolfsburg á síðustu leiktíð. Getty/ TF-Images

Stöllur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í þýska meistaraliðinu Wolfsburg unnu stórsigur á Mitrovica frá Kósovó í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn var ekki með Wolfsburg í dag vegna meiðsla. Hún sagði við mbl.is að hún hefði fengið högg á ökklann um síðustu helgi og það hafi verið ákveðið að hún myndi hvíla í þessum leik, en ekki er þó um alvarleg meiðsli að ræða.

Þrátt fyrir að Sara Björk hafi ekki getað verið með var Wolfsburg ekki í vandræðum með að rúlla upp liði Mitrovica. Fyrsta hálftímann skoruðu þýsku meistararnir þrjú mörk og var staðan 3-0 í hálfeik.

Í seinni hálfleik skoraði Pernille Harder þrennu, Claudia Neto skoraði tvö mörk og þær Kristine Hegland-Minde og Noelle Maritz gerðu eitt hvor. Lokastaðan var því 10-0 og er Wolfsburg komið með níu og hálfa tá í 16-liða úrslitin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.