Enski boltinn

„Leikmenn Manchester United ekki nógu þroskaðir“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsene Wenger hefur ekki fulla trú á ungu leikmönnum Manchester United
Arsene Wenger hefur ekki fulla trú á ungu leikmönnum Manchester United vísir/getty

Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, efast um að unga kynslóðin hjá Manchester United hafi það sem þarf til þess að koma félaginu á fyrri stall.

United byrjaði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni vel með 4-0 sigri á Chelsea. Síðan þá hefur liðið hins vegar tapað einum leik og gert tvö jafntefli og situr í áttunda sæti deildarinnar.

„Manchester United er eitt af þessum liðum þar sem möguleikinn er til staðar en þeir hafa ekki fundið leiðina saman,“ sagði Wenger.

„Kannski eru þessir leikmenn ekki nógu þroskaðir til þess að bera uppi lið eins og Manchester United. Það er spurningin á þessu augnabliki.“

„Þegar þú horfir á þá spila þá sérðu að þeir munu ekki berjast um titilinn.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.