Johnson neitar því að hafa logið að drottningunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 12:38 Deilt er um hvað Johnson gekk til þegar hann frestaði þingfundum í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu úr ESB. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því að hann hafi logið að Elísabetu drottningu þegar hann lagði til við hana að fresta þingfundum í fimm vikur. Dómstóll á Skotlandi úrskurðaði að sú ákvörðun hefði verið ólögmæt og að Johnson hefði í reynt blekkt drottninguna. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Undir það tók dómstóllinn á Skotlandi að hluta til í gær. Töldu þrír dómarar að fyrir Johnson hafi vakað að „múlbinda“ þingið á ólögmætan hátt. Hann hefði þannig í reynd blekkt drottninguna þegar hann gerði tillögu við hana að fresta þingi. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. „Alls ekki,“ svaraði Johnson þegar hann var spurður að því hvort hann hefði logið að drottningunni um ástæður þess að fresta ætti þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hæstiréttur muni hafa lokaorðið um hvort ákvörðunin um frestun þingfunda hafi verið lögleg. Breskir stjórnmálamenn deila nú um skýrslu um neyðarráðstafanir stjórnvalda vegna Brexit sem birt var í gær. Í henni kemur fram að hætta sé á matvæla- og eldsneytisskorti gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings í lok október. Johnson fullyrðir að Bretland verði tilbúið fyrir útgönguna án samnings ef þörf krefur. Skýrslan lýsi aðeins skynsamlegum undirbúningi og viðbúnaði við verstu mögulegu sviðsmynd. Bretland Brexit Tengdar fréttir Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02 Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00 Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því að hann hafi logið að Elísabetu drottningu þegar hann lagði til við hana að fresta þingfundum í fimm vikur. Dómstóll á Skotlandi úrskurðaði að sú ákvörðun hefði verið ólögmæt og að Johnson hefði í reynt blekkt drottninguna. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Undir það tók dómstóllinn á Skotlandi að hluta til í gær. Töldu þrír dómarar að fyrir Johnson hafi vakað að „múlbinda“ þingið á ólögmætan hátt. Hann hefði þannig í reynd blekkt drottninguna þegar hann gerði tillögu við hana að fresta þingi. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. „Alls ekki,“ svaraði Johnson þegar hann var spurður að því hvort hann hefði logið að drottningunni um ástæður þess að fresta ætti þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hæstiréttur muni hafa lokaorðið um hvort ákvörðunin um frestun þingfunda hafi verið lögleg. Breskir stjórnmálamenn deila nú um skýrslu um neyðarráðstafanir stjórnvalda vegna Brexit sem birt var í gær. Í henni kemur fram að hætta sé á matvæla- og eldsneytisskorti gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings í lok október. Johnson fullyrðir að Bretland verði tilbúið fyrir útgönguna án samnings ef þörf krefur. Skýrslan lýsi aðeins skynsamlegum undirbúningi og viðbúnaði við verstu mögulegu sviðsmynd.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02 Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00 Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02
Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00
Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18