Erlent

Svört skýrsla um á­hrif Brexit án samnings ekki lengur leyndar­mál

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að hann vilji frekar standa við útgöngu í lok október heldur en fresta Brexit, ef samningur við ESB liggur ekki fyrir. Áhrif af útgöngu án samnings gætu hins vegar orðið slæm ef marka má skýrslu sem ríkisstjórnin lét gera.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að hann vilji frekar standa við útgöngu í lok október heldur en fresta Brexit, ef samningur við ESB liggur ekki fyrir. Áhrif af útgöngu án samnings gætu hins vegar orðið slæm ef marka má skýrslu sem ríkisstjórnin lét gera. vísir/getty
Fari svo að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma.Þá er óttast að til uppþota komi á götum landsins, að því er fram kemur í skýrslu sem ríkisstjórnin lét útbúa og var þar til í gær skilgreind sem leyndarmál.Þingmaðurinn Dominic Grieve fór fram á að skýrslan yrði gerð opinber. Grieve er fyrrverandi dómsmálaráðherra Breta og einn af uppreisnarmönnunum í Íhaldsflokknum sem risu upp gegn Boris Johnson forsætisráðherra á dögunum.Skömmu áður en Johnson frestaði þingfundum fram í október tókst Grieve að fá samþykkta tillögu sem miðaði að því að skýrslan, sem gengur undir nafninu Yellowhammer, eða „Guli hamarinn“, yrði gerð opinber.Stórir hlutar hennar höfðu raunar lekið út til fjölmiðla í sumar, en þá var viðkvæðið frá stjórnvöldum að þau skjöl væru gömul og að nýjar sviðsmyndir sýndu allt annað ástand. Nú þegar skýrslan er komin í dagsljósið er ljóst að um mjög svipuð skjöl er að ræða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.