Enski boltinn

Sér ekki önnur lið ná Liverpool og Man. City á næstu árum: Eins og vel smurðar vélar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kompany veifar til áhorfenda á dögunum eftir kveðjuleik sinn hjá Man. City.
Kompany veifar til áhorfenda á dögunum eftir kveðjuleik sinn hjá Man. City. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrrum varnarmaður og Englandsmeistari með Manchester City, segir að það verði langt í að önnur lið nái að veita Liverpool og Manchester City einhverja samkeppni á toppi deildarinnar.City vann deildina á síðustu leiktíð en þeir fengu 98 stig. Liverpool var í öðru sætinu með 97 og svo var langt í önnur lið. Þetta var kapphlaup tveggja liða.Belgíski fyrirliðinn segir að það verði langt í að lið eins og Man. City, Chelsea, Arsenal og Tottenham nái svo lærisveinum Guardiola og Klopp.„Mín skoðun á þessu augnabliki er að það verði erfitt fyrir önnur félög að keppa við þau. Liverpool og Man. City eru vel smurðar vélar,“ sagði Kompany.„Hver einasta leikmaður veit hvað hann á að gera. Ég held að þessi verði á toppnum og önnur lið þurfa að bæta sig hratt annars verður þetta bil áfram.“„Það lítur út fyrir það að jafnvel á dögunum sem þeir hitta ekki á sinn besta leik þá eru þetta auðveldir leikir. Það eru ekki mörg lið í sögunni sem hafa lent í þægilegum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.“„Þessi tvö lið hafa verið svo góð að taka vopni naf hinu liðinu og ég sé ekki önnur lið gera það. City og Liverpool eru með svo marga leiki sem það er ætlast til að þeir vinni og það gefur þeim forskot þegar það kemur að töflunni,“ sagði Belginn knái.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.