Sýknuð af morði á nýfæddu barni sínu sem hún gróf úti í garði Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 11:47 Richardson við dómsuppkvaðningu í Ohio í gær. Vísir/AP Brooke Skylar Richardson, tvítug kona frá Ohio sem ákærð var fyrir að myrða nýfætt barn sitt vorið 2017, var sýknuð af morðákærunum í gær. Lík barnsins fannst grafið í garði Richardson-fjölsyldunnar um tveimur mánuðum eftir fæðinguna.Sjá einnig: Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Málið hefur vakið töluverða athygli í Bandaríkjunum. Richardson var átján ára þegar hún fæddi stúlkubarn inni á baðherbergi á heimili sínu í bænum Carlisle í Ohio í maí árið 2017. Hún hafði falið meðgönguna fyrir bæði foreldrum sínum og kærasta en enginn nákominn henni hafði minnstu hugmynd um að hún gengi með barn. Eins og áður segir var Richardson sýknuð af ákærum um morð. Þá var hún einnig sýknuð af ákærum um að stofna lífi barns í hættu, auk manndrápsákæru. Richardson var hins vegar sakfelld fyrir að svívirða lík. Refsing yfir henni verður kveðin upp síðar dag. Gert er ráð fyrir að hún hljóti skilorðsbundinn dóm.Richardson ræðir við föður sinn, Scott, í dómsal á miðvikudag.Vísir/APSaksóknari hélt því fram að Richardson hefði fætt barnið, lamið það í höfuðið og grafið líkið svo úti í garði. Þetta var byggt á niðurstöðum réttarmeinalæknis, sem sagði barnið hafa látist af „ofbeldi ætluðu til manndráps“. Saksóknari byggði mál sitt jafnframt á því að Richardson hefði slegið leitarorðin „hvernig skal losa sig við barn“ inn í leitarvélar á netinu. Þá hafi hún viðurkennt í yfirheyrslu lögreglu að hún gæti hafa séð barnið hreyfa sig og gefa frá sér hljóð. Richardson hafi þannig myrt barnið, og það hafi hún enn fremur gert til að fá ekki smánarblett á „fullkomið líf“ sitt. Richardson hélt því ætíð fram að barnið, sem hún nefndi Annabelle, hafi fæðst andvana. Hún hafi grafið líkið vegna þess að hún var sorgmædd og hrædd. Sálfræðingur sem bar vitni við réttarhöldin sagði að klækjabrögðum hefði verið beitt við yfirheyrslur til að knýja fram falskar yfirlýsingar Richardson. Hún væri bæði berskjölduð og óþroskuð, auk þess sem hún væri haldin persónuleikaröskun sem gerði henni illmögulegt annað en að þóknast yfirboðurum sínum. Þannig ætti lögregla afar auðvelt með að sannfæra hana um að lýsa á hendur sér glæpsamlegu athæfi. Bandaríkin Tengdar fréttir Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Brooke Skylar Richardson, tvítug kona frá Ohio sem ákærð var fyrir að myrða nýfætt barn sitt vorið 2017, var sýknuð af morðákærunum í gær. Lík barnsins fannst grafið í garði Richardson-fjölsyldunnar um tveimur mánuðum eftir fæðinguna.Sjá einnig: Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Málið hefur vakið töluverða athygli í Bandaríkjunum. Richardson var átján ára þegar hún fæddi stúlkubarn inni á baðherbergi á heimili sínu í bænum Carlisle í Ohio í maí árið 2017. Hún hafði falið meðgönguna fyrir bæði foreldrum sínum og kærasta en enginn nákominn henni hafði minnstu hugmynd um að hún gengi með barn. Eins og áður segir var Richardson sýknuð af ákærum um morð. Þá var hún einnig sýknuð af ákærum um að stofna lífi barns í hættu, auk manndrápsákæru. Richardson var hins vegar sakfelld fyrir að svívirða lík. Refsing yfir henni verður kveðin upp síðar dag. Gert er ráð fyrir að hún hljóti skilorðsbundinn dóm.Richardson ræðir við föður sinn, Scott, í dómsal á miðvikudag.Vísir/APSaksóknari hélt því fram að Richardson hefði fætt barnið, lamið það í höfuðið og grafið líkið svo úti í garði. Þetta var byggt á niðurstöðum réttarmeinalæknis, sem sagði barnið hafa látist af „ofbeldi ætluðu til manndráps“. Saksóknari byggði mál sitt jafnframt á því að Richardson hefði slegið leitarorðin „hvernig skal losa sig við barn“ inn í leitarvélar á netinu. Þá hafi hún viðurkennt í yfirheyrslu lögreglu að hún gæti hafa séð barnið hreyfa sig og gefa frá sér hljóð. Richardson hafi þannig myrt barnið, og það hafi hún enn fremur gert til að fá ekki smánarblett á „fullkomið líf“ sitt. Richardson hélt því ætíð fram að barnið, sem hún nefndi Annabelle, hafi fæðst andvana. Hún hafi grafið líkið vegna þess að hún var sorgmædd og hrædd. Sálfræðingur sem bar vitni við réttarhöldin sagði að klækjabrögðum hefði verið beitt við yfirheyrslur til að knýja fram falskar yfirlýsingar Richardson. Hún væri bæði berskjölduð og óþroskuð, auk þess sem hún væri haldin persónuleikaröskun sem gerði henni illmögulegt annað en að þóknast yfirboðurum sínum. Þannig ætti lögregla afar auðvelt með að sannfæra hana um að lýsa á hendur sér glæpsamlegu athæfi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30