Fótbolti

Aron Einar skoraði þegar Al Arabi fór á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar er kominn með tvö deildarmörk á tímabilinu.
Aron Einar er kominn með tvö deildarmörk á tímabilinu. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson skoraði eitt marka Al Arabi í stórsigri á Umm-Salal, 1-5, í katörsku úrvalsdeildinni í dag.Strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar lentu undir á 25. mínútu en Mohammed Salah Al Neel jafnaði fjórum mínútum fyrir hálfleik.Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Aron Einar Al Arabi svo yfir með skalla. Þetta var annað mark hans í fyrstu deildarleikjum tímabilsins.Al Arabi bætti svo þremur mörkum við í seinni hálfleik og fagnaði öruggum sigri, 1-5.Með sigrinum komst Al Arabi á topp deildarinnar. Liðið er með sjö stig eftir þrjá leiki.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.