Íslenski boltinn

Klára Fjölnir og Grótta dæmið í dag?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Karl Guðmundsson í leik með Fjölni gegn KR.
Guðmundur Karl Guðmundsson í leik með Fjölni gegn KR. Vísir/Vilhelm
Í dag fer fram 21. umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu og geta Grótta og Fjölnir tryggt sér sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð með réttum úrslitum í dag.

Sem stendur er Fjölnir með 41 stig á toppi deildarinnar á meðan Grótta er með 37 stig í 2. sæti. Þar á eftir kemur Leiknir Reykjavík með 36 stig. 

Fjölnir og Leiknir R. mætast hins vegar í dag og takist Fjölni að landa öllum þremur stigunum þar þá tryggja þeir endanlega sæti sitt í Pepsi Max deild karla á næsta ári sem og þeir gefa Gróttu tækifæri á að tryggja sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. 

Grótta þarf þá að vinna Njarðvík á útivelli en Njarðvíkingar sitja sem stendur á botni deildarinnar og ef þeir ná ekki í þrjú stig eru þeir fallnir úr Inkasso-deildinni niður í 2. deild.

Leikir dagsins (Allir 14:00)

Magni Grenívik - Þróttur Reykjavík

Fram - Þór Akureyri

Afturelding - Víkingur Ólafsvík

Fjölni - Leiknir Reykjavík

Haukar - Keflavík

Njarðvík - Grótta

Staðan í Inkasso-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×