Íslenski boltinn

Klára Fjölnir og Grótta dæmið í dag?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Karl Guðmundsson í leik með Fjölni gegn KR.
Guðmundur Karl Guðmundsson í leik með Fjölni gegn KR. Vísir/Vilhelm

Í dag fer fram 21. umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu og geta Grótta og Fjölnir tryggt sér sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð með réttum úrslitum í dag.

Sem stendur er Fjölnir með 41 stig á toppi deildarinnar á meðan Grótta er með 37 stig í 2. sæti. Þar á eftir kemur Leiknir Reykjavík með 36 stig. 

Fjölnir og Leiknir R. mætast hins vegar í dag og takist Fjölni að landa öllum þremur stigunum þar þá tryggja þeir endanlega sæti sitt í Pepsi Max deild karla á næsta ári sem og þeir gefa Gróttu tækifæri á að tryggja sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. 

Grótta þarf þá að vinna Njarðvík á útivelli en Njarðvíkingar sitja sem stendur á botni deildarinnar og ef þeir ná ekki í þrjú stig eru þeir fallnir úr Inkasso-deildinni niður í 2. deild.

Leikir dagsins (Allir 14:00)
Magni Grenívik - Þróttur Reykjavík
Fram - Þór Akureyri
Afturelding - Víkingur Ólafsvík
Fjölni - Leiknir Reykjavík
Haukar - Keflavík
Njarðvík - Grótta

Staðan í Inkasso-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.