Fótbolti

Gunnhildur kom inn af bekknum og skoraði - Sjáðu markið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnhildur Yrsa í leik með íslenska landsliðinu.
Gunnhildur Yrsa í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Gunnhildur var nokkuð óvænt á varamannabekknum í nótt en kom inn á þegar tæplega hálftími lifði leiks. Þá var Houston komið 1-0 yfir og rétt eftir að Gunnhildur kom inn á var staðan orðin 2-0.Hún minnkaði svo muninn fyrir Utah Royals með góðu skoti á 75. mínútu sem flaug upp í markvinkilinn en markið má sjá hér að neðan. Nær komust Utah konur þó ekki og lokatölur 2-1 Houston í vil. Bandaríska landsliðskonan Sofia Huerta gerði bæði mörk Houston í leiknum. Er þetta fyrsta tap Utah síðan 4. ágúst en liðið er í 4. sæti deildarinnar með 31 stig, sex stigum á eftir NC Courage sem situr í 1. sæti. Efstu fjögur lið deildarinnar fara svo í úrslitakeppni um meistaratitilinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.