Fótbolti

Kristianstad aðeins fjórum stigum frá toppnum | Aron Elís reddaði Álasundi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svava Rós og stöllur hennar í Kristianstad hafa unnið þrjá leiki í röð í sænsku úrvalsdeildinni.
Svava Rós og stöllur hennar í Kristianstad hafa unnið þrjá leiki í röð í sænsku úrvalsdeildinni. vísir/vilhelm
Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn í framlínu Kristianstad sem vann 5-0 sigur á Kungsbacka í sænsku úrvasldeildinni í dag. Sif Atladóttir lék ekki með Kristianstad.Þetta var þriðji sigur Kristianstad í röð og með honum komst liðið upp í 3. sæti deildarinnar. Stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur eru með 31 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Rosengård.Aron Elís Þrándarson tryggði Ålesund jafntefli gegn Kongsvinger í norsku B-deildinni. Lokatölur 1-1.Kongsvinger komst yfir á á 75. mínútu en Aron Elís jafnaði á lokamínútunni með sínu sjötta deildarmarki á tímabilinu.Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson léku allan leikinn fyrir Ålesund sem er með tólf stiga forskot á toppi deildarinnar. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu.Arnór Smárason lék allan leikinn fyrir Lillestrøm sem tapaði 3-1 fyrir Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni.Albert Guðmundsson kom ekkert við sögu þegar AZ Alkmaar vann stórsigur á Spörtu Rotterdam, 5-1, í hollensku úrvalsdeildinni. AZ er í 3. sæti deildarinnar með tíu stig, þremur stigum á eftir toppliði Ajax.Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekknum þegar PAOK vann 2-3 sigur á Atromitos í grísku úrvasldeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.