Fótbolti

Allt er þegar þrennt er hjá Þórði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórður fagnar í leikslok.
Þórður fagnar í leikslok. vísir/vilhelm
„Ógeðslega vel. Þetta var bara geðveikt,“ sagði markvörðurinn Þórður Ingason um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur Þórðar en hann hefur tvívegis tapað með uppeldisfélagi sínu Fjölni.„Nei mér fannst það ekki. Fannst við vera með þá í fyrri hálfleik og eftir að við skoruðum ógnuður þeir aðeins en ekkert af viti. Það stóðu sig bara allir mjög vel og við eigum skilið að fagna í kvöld,“ sagði markvörðurinn um það hvort sigurinn hefði einhvern tímann verið í hættu.„Ekkert það fyrsta sem ég hugsaði en auðvitað er alltaf möguleiki á að vinna bikartitil og þetta er bara geðveikt,“ sagði Þórður að lokum aðspurður hvort hann hefði séð fyrir sér að landa titli þegar hann gekk í raðir Víkings.

Þórður í bikarúrslitaleik Fjölnis og FH fyrir tólf árum.vísir/pjetur

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.