Fótbolti

Allt er þegar þrennt er hjá Þórði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórður fagnar í leikslok.
Þórður fagnar í leikslok. vísir/vilhelm

„Ógeðslega vel. Þetta var bara geðveikt,“ sagði markvörðurinn Þórður Ingason um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í dag. 

Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur Þórðar en hann hefur tvívegis tapað með uppeldisfélagi sínu Fjölni.

„Nei mér fannst það ekki. Fannst við vera með þá í fyrri hálfleik og eftir að við skoruðum ógnuður þeir aðeins en ekkert af viti. Það stóðu sig bara allir mjög vel og við eigum skilið að fagna í kvöld,“ sagði markvörðurinn um það hvort sigurinn hefði einhvern tímann verið í hættu.

„Ekkert það fyrsta sem ég hugsaði en auðvitað er alltaf möguleiki á að vinna bikartitil og þetta er bara geðveikt,“ sagði Þórður að lokum aðspurður hvort hann hefði séð fyrir sér að landa titli þegar hann gekk í raðir Víkings.

Þórður í bikarúrslitaleik Fjölnis og FH fyrir tólf árum. vísir/pjetur

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.