Íslenski boltinn

Leik ÍA og Grindavíkur frestað til morguns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Hrafn og félagar í ÍA spila ekki fyrr en á morgun.
Tryggvi Hrafn og félagar í ÍA spila ekki fyrr en á morgun. vísir/daníel

Leik ÍA og Grindavíkur í Pepsi Max-deild karla hefur verið frestað til morguns vegna veðurs.

Leikurinn átti að fara fram á Norðurálsvellinum á Akranesi klukkan 16:00 í dag.

Þess í stað fer hann fram á morgun klukkan 17:00 á Akranesi.

Aðeins einn leikur er í Pepsi Max-deild karla í dag. Klukkan 16:45 mætast KA og HK á Greifavellinum á Akureyri.

Þrír leikir fara fram á morgun. Auk leiks ÍA og Grindavíkur mætast Valur og KR og Breiðablik og Stjarnan. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.