Íslenski boltinn

Leik ÍA og Grindavíkur frestað til morguns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Hrafn og félagar í ÍA spila ekki fyrr en á morgun.
Tryggvi Hrafn og félagar í ÍA spila ekki fyrr en á morgun. vísir/daníel
Leik ÍA og Grindavíkur í Pepsi Max-deild karla hefur verið frestað til morguns vegna veðurs.Leikurinn átti að fara fram á Norðurálsvellinum á Akranesi klukkan 16:00 í dag.Þess í stað fer hann fram á morgun klukkan 17:00 á Akranesi.Aðeins einn leikur er í Pepsi Max-deild karla í dag. Klukkan 16:45 mætast KA og HK á Greifavellinum á Akureyri.Þrír leikir fara fram á morgun. Auk leiks ÍA og Grindavíkur mætast Valur og KR og Breiðablik og Stjarnan. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.