Íslenski boltinn

Selfoss tryggði sér þriðja sætið með sigri á KR

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bikarmeistarar og brons í deild
Bikarmeistarar og brons í deild vísir/daníel

Selfosskonur tryggðu sér 3.sæti Pepsi-Max deildar kvenna í dag þegar þær gerðu góða ferð á Meistaravelli.

Allison Murphy gerði bæði mörk leiksins og tryggði Selfossi 0-2 sigur en þessi lið áttust við í bikarúrslitum á Laugardalsvelli í síðasta mánuði.

Selfoss er með 31 stig og ljóst að þær geta hvorki farið ofar né neðar í töflunni og er 3.sætið því þeirra. Magnaður árangur hjá Selfossliðinu sem vann bikarinn í framlengingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.