Fótbolti

Krasnodar á toppnum í Rússlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Guðni Fjóluson og félagar eru í baráttu við Ragnar Sigurðsson og Rostov um toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar
Jón Guðni Fjóluson og félagar eru í baráttu við Ragnar Sigurðsson og Rostov um toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar vísir/getty
Það var nóg að gera hjá Íslendingaliðum víða um Evrópu síðdegis. Þó nokkrir íslenskir leikmenn máttu þó sætta sig við bekkjarsetu í sínum liðum.Í Danmörku vann Bröndby sigur á Nordsjælland í markaleik, 4-2. Hjörtur Hermannsson var allan leikinn á bekknum hjá Bröndby.Bröndby er í þriðja sætinu í dönsku úrvalsdeildinni með sextán stig eftir níu leiki. Midtjylland er langefst með 25 stig af 27 mögulegum, en liðið vann 3-0 sigur á Lyngby í dag.Mikael Andersson skoraði eitt marka Midtjylland í leiknum en hann var tekinn út af á 65. mínútu.Krasnodar vann 4-2 sigur á Krulya Sovetov í rússnesku deildinni. Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður hjá Krasnodar sem er á toppnum í Rússlandi með 20 stig, rétt eins og Zenit.Þá var einnig spilað í Grikklandi í dag. Ögmundur Kristinsson var í marki Larissa sem tapaði 1-0 fyrir Panionios. Larissa er enn án sigurs eftir þrjá leiki og er meðal neðstu liða með eitt stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.