Fótbolti

Krasnodar á toppnum í Rússlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Guðni Fjóluson og félagar eru í baráttu við Ragnar Sigurðsson og Rostov um toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar
Jón Guðni Fjóluson og félagar eru í baráttu við Ragnar Sigurðsson og Rostov um toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar vísir/getty

Það var nóg að gera hjá Íslendingaliðum víða um Evrópu síðdegis. Þó nokkrir íslenskir leikmenn máttu þó sætta sig við bekkjarsetu í sínum liðum.

Í Danmörku vann Bröndby sigur á Nordsjælland í markaleik, 4-2. Hjörtur Hermannsson var allan leikinn á bekknum hjá Bröndby.

Bröndby er í þriðja sætinu í dönsku úrvalsdeildinni með sextán stig eftir níu leiki. Midtjylland er langefst með 25 stig af 27 mögulegum, en liðið vann 3-0 sigur á Lyngby í dag.

Mikael Andersson skoraði eitt marka Midtjylland í leiknum en hann var tekinn út af á 65. mínútu.

Krasnodar vann 4-2 sigur á Krulya Sovetov í rússnesku deildinni. Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður hjá Krasnodar sem er á toppnum í Rússlandi með 20 stig, rétt eins og Zenit.

Þá var einnig spilað í Grikklandi í dag. Ögmundur Kristinsson var í marki Larissa sem tapaði 1-0 fyrir Panionios. Larissa er enn án sigurs eftir þrjá leiki og er meðal neðstu liða með eitt stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.