Íslenski boltinn

Hildur Antonsdóttir: Er bara ótrúlega pirruð satt að segja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Blikar fagna jöfnunarmarkinu í kvöld.
Blikar fagna jöfnunarmarkinu í kvöld. vísir/daníel
„Ég er bara ótrúlega pirruð satt að segja, mér fannst við miklu betri og fengum fullt af færum, áttum að fá víti og ég er mjög svekkt eftir þennan leik,“ sagði mjög svo hreinskilin Hildur Antonsdóttir eftir 1-1 jafntefli Breiðabliks og Vals í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 

„Já mér finnst þær báðar sparka í mig, eða þannig leið mér og svo skora þær í næstu sókn,“ sagði Hildur um téða vítaspyrnu sem Blikar vildu fá í leiknum. Fanndís Friðriksdóttir stráði svo salti í sárin með því að skora strax í næstu sókn Vals. 

„Þetta er eins og í allt sumar, við eigum smá erfitt með að skora úr öllum þessum færum sem við erum að fá en við höldum bara áfram að gera okkar besta og reynum að skora fleiri í næsta leik,“ sagði Hildur að lokum aðspurð út í hvað hefði mögulega mátt betur fara í leik kvöldsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×