Fótbolti

Neymar segir baulið vera skömm og mun spila hvern leik eins og útileik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar í leiknum á laugardag.
Neymar í leiknum á laugardag. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Neymar segir að það verði ekkert nýtt fyrir hann að láta stuðningsmenn PSG baula á sig því það hafi gerst oftar en einu sinni á hans ferli.Baulað var á Neymar er hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir PSG eftir allt fjaðrafokið í sumar. Hann reyndi allt til þess að komast til Barcelona en allt kom fyrir ekki.Hann reyndi þó hetjan í fyrsta leiknum eftir allt vesenið en hann skoraði eina mark liðsins með laglegri bakfallsspyrnu í 1-0 sigri á Strasbourg.„Ég skil stuðningsmennina og þetta var erfitt fyrir þá en núna er ég leikmaður PSG,“ sagði Neymar við fjölmiðlamenn í leikslok.„Ég hef engin sérstök skilaboð til stuðningsmannanna. Ég er vanur því að það sé púað á mig í gegnum ferilinn,“ sagði Brasilíumaðurinn afar rólegur yfir látunum.„Núna mun ég spila hvern einasta leik eins og útileik. Þetta er skömm og ég hef ekkert á móti stuðningsmönnunum. Ég vildi fara og það vissu það allir.“„Ég vil ekki fara út í nánari upplýsingar en nú hefur þetta snúist við. Ég er leikmaður PSG og ég mun gefa allt mitt á vellinum fyrir félagið,“ sagði Brasilíumaðurinn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.