Fótbolti

Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar skorar sigurmarkið gegn Strasbourg.
Neymar skorar sigurmarkið gegn Strasbourg. vísir/getty
Neymar sneri aftur í lið Paris Saint-Germain í dag eftir langa fjarveru og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-0, PSG í vil.Þetta var fyrsti leikur Neymars með PSG síðan 11. maí. Hann var orðaður við brottför frá Parísarliðinu í allt sumar en fór ekki og er byrjaður að spila aftur með frönsku meisturunum.Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma klippti Neymar boltann glæsilega í stöng og inn og tryggði PSG stigin þrjú. Brassinn skoraði aftur skömmu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu.Argentínski framherjinn Mauro Icardi kom inn á sem varamaður á 63. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir PSG. Hann kom til liðsins á láni frá Inter.PSG er á toppi deildarinnar með tólf stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.