Viðræður í Venesúela runnar út í sandinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 12:15 Juan Guaidó, forseti venesúelska þingsins. Vísir/EPA Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að málamiðlunarviðræður sem Norðmenn áttu milligöngu um séu endanlega runnar út í sandinn, sex vikum eftir að ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta sagði sig frá þeim. Norsk stjórnvöld segjast engu að síður enn reiðubúin til aðstoðar. Viðræðurnar hófust á Barbados í kjölfar misheppnaðrar uppreisnar hersins sem Juan Guaidó, forseti þingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fór fyrir í apríl. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar sögðu sig frá viðræðunum í ágúst til að mótmæla hertum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. „Einræðisstjórn Nicolasar Maduro yfirgaf samningaviðræðurnar með fölskum afsökunum. Eftir meira en fjörutíu daga þar sem þeir hafa neitað að taka upp þráðinn staðfestum við að Barbados-leiðin er á enda runnin,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu Guaidó í gær.Reuters-fréttastofan hefur eftir Degi Nylander, forstöðumanni friðar- og sáttatilrauna hjá norska utanríkisráðuneytinu, að norsk stjórnvöld séu enn tilbúin að miðla málum í Venesúela telji fylkingarnar það nytsamlegt. Maduro er sakaður um meiriháttar mannréttindabrot en undir stjórn hans hefur Venesúela ratað í efnahagslegar ógöngur. Áætlað er að um milljón íbúa Venesúela hafi flúið vegna ástandsins þar. Noregur Venesúela Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að málamiðlunarviðræður sem Norðmenn áttu milligöngu um séu endanlega runnar út í sandinn, sex vikum eftir að ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta sagði sig frá þeim. Norsk stjórnvöld segjast engu að síður enn reiðubúin til aðstoðar. Viðræðurnar hófust á Barbados í kjölfar misheppnaðrar uppreisnar hersins sem Juan Guaidó, forseti þingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fór fyrir í apríl. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar sögðu sig frá viðræðunum í ágúst til að mótmæla hertum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. „Einræðisstjórn Nicolasar Maduro yfirgaf samningaviðræðurnar með fölskum afsökunum. Eftir meira en fjörutíu daga þar sem þeir hafa neitað að taka upp þráðinn staðfestum við að Barbados-leiðin er á enda runnin,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu Guaidó í gær.Reuters-fréttastofan hefur eftir Degi Nylander, forstöðumanni friðar- og sáttatilrauna hjá norska utanríkisráðuneytinu, að norsk stjórnvöld séu enn tilbúin að miðla málum í Venesúela telji fylkingarnar það nytsamlegt. Maduro er sakaður um meiriháttar mannréttindabrot en undir stjórn hans hefur Venesúela ratað í efnahagslegar ógöngur. Áætlað er að um milljón íbúa Venesúela hafi flúið vegna ástandsins þar.
Noregur Venesúela Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira