Enski boltinn

Neville myndi hlaupa frá stjórastarfinu hjá Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville sparkspekingur.
Gary Neville sparkspekingur. vísir/getty

Gary Neville hefur engan áhuga á að snúa aftur í þjálfun og myndi hlaupa frá því að taka við uppeldisfélaginu, Manchester United, myndi hann fá símtalið.

Neville svaraði spurningum aðdáenda sinna á Twitter á sunnudag eftir 1-0 sigur Manchester United á Leicester með marki frá Marcus Rashford úr vítaspyrnu.

Hann var meðal annars spurður hvort að hann myndi taka við stjórastarfinu á Old Trafford.

„Kallið er ekki að koma og ef það kæmi myndi ég hlaupa í burtu frá því,“ sagði Neville er hann svaraði einni af spurningunum á Twitter.
Hann var svo stuttorður er hann var spurður hvort hann væri á leið aftur í þjálfun.

„Nei,“ hljómaði það frá Englendingnum sem stýrði Valencia í fjóra mánuði tímabilið 2015/2016. Það gekk ekki vel því liðið vann einungis þrjá af sextán leikjum sínum undir stjórn Neville.
Neville fékk mikið spurningaflóð yfir sig í gær og hann sagði að það skrýtnasta sem hann hefði verið beðinn um að skrifa undir hafi verið samningurinn hjá Valencia.

Einnig sagði að versti leikurinn sem hann hafði starfað við sem sparkspekingur hafi verið er Sergio Aguero tryggði Man. City á dramatískan hátt tímabilið 2014/2015.
Twitter-síðu Neville má sjá hér þar sem má fara ítarlegar yfir spurningar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.