Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar í kjölfar árása

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Olíuverð á heimsmarkaði fer nú hækkandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Olíuverð á heimsmarkaði fer nú hækkandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. vísir/ap

Olíuverð hefur hækkað um allt að 20 prósent í kjölfar drónaárása á tvær af stærstu olíuvinnslustöðvum Sádi-Arabíu. Tunnan af Brent-hráolíu kostar nú rétt tæplega 68 Bandaríkjadollara, en á föstudag var verðið nokkrum sentum yfir 60 dollara markinu. Hæst fór tunnan í 71,95 dollara.

Þá hefur Vestur Texas-hráolía einnig hækkað um 16 prósent, eða upp í 63,60 dollara. Washington Post hefur eftir sérfræðingi í olíumarkaðnum að búast megi við meiri hækkunum á næstu dögum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú gefið grænt ljós á að seilst verði í varaolíubirgðir Bandaríkjanna vegna ástandsins sem ríkir á olíumarkaði vegna árásanna. Þessu lýsti hann yfir á Twitter fyrr í kvöld. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu mikið magn verður tekið úr birgðinum til þess að bregðast við hækkununum.Trump tísti stuttu síðar stuttri orðsendingu þar sem hann gefur í skyn að Bandaríkin búi yfir nóg af olíu til þess að tækla þann vanda sem upp er kominn vegna árásanna.

„HELLINGUR AF OLÍU!“ tísti forsetinn.

Olíuvinnslustöðvarnar tvær sem ráðist var á eru í eigu sádiarabíska ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri framleiðir alla jafna um eitt prósent allra olíubirgða heims.

Uppreisnarhópar Húta frá Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum en Bandaríkjamenn telja Írani standa að baki árásunum. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar alfarið hafnað nokkurs konar aðild að árásunum.


Tengdar fréttir

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.