Viðskipti erlent

Olíuverð snarhækkaði í Asíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Aðeins dró þó úr hækkunum eftir að Trump Bandaríkjaforseti heimilaði að gengið yrði á varabirgðir Bandaríkjamanna.
Aðeins dró þó úr hækkunum eftir að Trump Bandaríkjaforseti heimilaði að gengið yrði á varabirgðir Bandaríkjamanna. AP/Lee Jin-man
Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. Fimm prósent olíuframleiðslu heimsins stöðvuðust í kjölfarið varð það til þess að Brent vísitalan hækkaði um tíu prósent og West Texas Intermediate vísitalan fór upp um rétt tæp níu prósent.

Aðeins dró þó úr hækkunum eftir að Trump Bandaríkjaforseti heimilaði að gengið yrði á varabirgðir Bandaríkjamanna. Stjórnvöld í Bandaríkjunum kenna Íran um árásirnar en þar á bæ saka menn Bandaríkjamenn á móti um blekkingar.

Í tísti í nótt sagði Trump forseti að sterkar vísbendingar væru um sökudólginn og að Bandaríkjamenn væru í startholunum með aðgerðir, aðeins sé beðið viðbragða frá stjórnvöldum í Sádi-Arabíu um hvert framhaldið verði. Sádar eru stærsti útflutningsaðili olíu í heiminum og flytja um sjö milljón tunnur daglega. Varabirgðir þeirra námu í júní 188 milljónum tunna.


Tengdar fréttir

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×