„Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. september 2019 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún vísar þó á bug ásökunum um skort á þverpólitísku samráði. Málið sé enn í vinnslu og því eðlilegt að áformin hafi ekki verið kynnt ítarlega. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mikið til umræðu á undanförnu en í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sakaði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ríkisstjórnina um skort á þverpólitísku samráði. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fyrirhugað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Hvað felst í samkomulaginu hefur ekki verið kynnt opinberlega en talað hefur verið um alls um 120 milljarða fjárfestingu. Ríkið og sveitarfélögin leggi fram mis mikið fjármagn og þá verði hluti fjármagnaður með vegtollum.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Minnihlutinn er hér í á aðra viku að taka þátt í einhverri umræðu sem ekkert samráð hefur verið haft við minnihlutann um, engin kynning gagnvart minnihlutanum hefur farið fram,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði ásökunum um skort á samráði á bug. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur verið meira á þessu kjörtímabili heldur en allan minn tíma á þingi sem er nú orðinn alllangur eða tólf ár,“ sagði Katrín. Málið var kynnt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna í síðustu viku en samgönguráðherra sagði í samtali við Rúv á föstudag að endanlegt samkomulag liggi ekki fyrir. Vinnan sé á lokametrunum og hann búist við því að undirritun eigi sér stað á næstu dögum. „Ég hver samúð með háttvirtum þingmanni og háttvirtum þingmönnum stjórnarliðsins líka því það er auðvitað í raun og veru óðs manns æði að vera að tjá sig um eitthvað sem að ekki er búið að kynna og er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um. Þannig að ég segi bara að ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann,“ sagði Katrín. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15 Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún vísar þó á bug ásökunum um skort á þverpólitísku samráði. Málið sé enn í vinnslu og því eðlilegt að áformin hafi ekki verið kynnt ítarlega. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mikið til umræðu á undanförnu en í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sakaði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ríkisstjórnina um skort á þverpólitísku samráði. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fyrirhugað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Hvað felst í samkomulaginu hefur ekki verið kynnt opinberlega en talað hefur verið um alls um 120 milljarða fjárfestingu. Ríkið og sveitarfélögin leggi fram mis mikið fjármagn og þá verði hluti fjármagnaður með vegtollum.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Minnihlutinn er hér í á aðra viku að taka þátt í einhverri umræðu sem ekkert samráð hefur verið haft við minnihlutann um, engin kynning gagnvart minnihlutanum hefur farið fram,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði ásökunum um skort á samráði á bug. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur verið meira á þessu kjörtímabili heldur en allan minn tíma á þingi sem er nú orðinn alllangur eða tólf ár,“ sagði Katrín. Málið var kynnt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna í síðustu viku en samgönguráðherra sagði í samtali við Rúv á föstudag að endanlegt samkomulag liggi ekki fyrir. Vinnan sé á lokametrunum og hann búist við því að undirritun eigi sér stað á næstu dögum. „Ég hver samúð með háttvirtum þingmanni og háttvirtum þingmönnum stjórnarliðsins líka því það er auðvitað í raun og veru óðs manns æði að vera að tjá sig um eitthvað sem að ekki er búið að kynna og er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um. Þannig að ég segi bara að ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann,“ sagði Katrín.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15 Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi. 11. september 2019 07:15
Snjallstýrð umferðarljós: Milljarðasparnaður eða snákaolía? Samtök iðnaðarins telja að með því að draga úr umferðarþunga í Reykjavík megi spara fyrirtækjum og heimilum umtalsverðar upphæðir. 3. september 2019 12:00
Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38
Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. 5. september 2019 16:58