Innlent

„Ég finn til með hátt­virtum þing­manni og skil sárs­aukann“

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Hún vísar þó á bug ásökunum um skort á þverpólitísku samráði. Málið sé enn í vinnslu og því eðlilegt að áformin hafi ekki verið kynnt ítarlega.Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið mikið til umræðu á undanförnu en í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sakaði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ríkisstjórnina um skort á þverpólitísku samráði.Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fyrirhugað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Hvað felst í samkomulaginu hefur ekki verið kynnt opinberlega en talað hefur verið um alls um 120 milljarða fjárfestingu. Ríkið og sveitarfélögin leggi fram mis mikið fjármagn og þá verði hluti fjármagnaður með vegtollum.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
„Minnihlutinn er hér í á aðra viku að taka þátt í einhverri umræðu sem ekkert samráð hefur verið haft við minnihlutann um, engin kynning gagnvart minnihlutanum hefur farið fram,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði ásökunum um skort á samráði á bug. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur verið meira á þessu kjörtímabili heldur en allan minn tíma á þingi sem er nú orðinn alllangur eða tólf ár,“ sagði Katrín.Málið var kynnt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna í síðustu viku en samgönguráðherra sagði í samtali við Rúv á föstudag að endanlegt samkomulag liggi ekki fyrir. Vinnan sé á lokametrunum og hann búist við því að undirritun eigi sér stað á næstu dögum.„Ég hver samúð með háttvirtum þingmanni og háttvirtum þingmönnum stjórnarliðsins líka því það er auðvitað í raun og veru óðs manns æði að vera að tjá sig um eitthvað sem að ekki er búið að kynna og er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um. Þannig að ég segi bara að ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann,“ sagði Katrín.
Tengdar fréttir

Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast

Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi.

Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni

Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.