Innlent

Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Tvær leiðir verða í boði fyrst um sinn, Lækjartorg-Ártún og Lækjartorg-Hamraborg.
Tvær leiðir verða í boði fyrst um sinn, Lækjartorg-Ártún og Lækjartorg-Hamraborg.
Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi.Er það annars vegar leiðin Lækjartorg-Ártún. Hún mun liggja upp Hverfisgötuna og Laugaveginn að Suðurlandsbrautinni. Þaðan yfir nýja brú yfir Sæbraut og Geirsnef að endastöð við Krossmýrartorg í nýju Ártúnshverfi.Hins vegar er það leiðin Lækjartorg-Hamraborg. Gengur hún, líkt og leið 1 hjá Strætó, frá Lækjartorgi að Háskóla Íslands og þaðan í gegnum Vatnsmýrina að fyrirhugaðri brú frá Fossvogi yfir í Kópavoginn að endastöð við Hamraborg.Áætlað er að þessir tveir fyrstu leggir muni koma til með að kosta 16,2 milljarða króna. Hver vagn mun geta rúmað 150 farþega í einu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.