Innlent

Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Tvær leiðir verða í boði fyrst um sinn, Lækjartorg-Ártún og Lækjartorg-Hamraborg.
Tvær leiðir verða í boði fyrst um sinn, Lækjartorg-Ártún og Lækjartorg-Hamraborg.

Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir leggirnir fyrir, sem mætast á Lækjartorgi.

Er það annars vegar leiðin Lækjartorg-Ártún. Hún mun liggja upp Hverfisgötuna og Laugaveginn að Suðurlandsbrautinni. Þaðan yfir nýja brú yfir Sæbraut og Geirsnef að endastöð við Krossmýrartorg í nýju Ártúnshverfi.

Hins vegar er það leiðin Lækjartorg-Hamraborg. Gengur hún, líkt og leið 1 hjá Strætó, frá Lækjartorgi að Háskóla Íslands og þaðan í gegnum Vatnsmýrina að fyrirhugaðri brú frá Fossvogi yfir í Kópavoginn að endastöð við Hamraborg.

Áætlað er að þessir tveir fyrstu leggir muni koma til með að kosta 16,2 milljarða króna. Hver vagn mun geta rúmað 150 farþega í einu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.