Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2019 16:58 Svona leit Bústaðavegurinn út á slaginu sex. Vísir/Vilhelm Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. Hringbraut í vesturátt er sérstaklega slæm og teygir umferðin sig langt út á Granda. Framkvæmdir á Bústaðavegi, sem tilkynnt var um 30. ágúst á vef Vegagerðarinnar, gætu átt hlut að máli. Þau svör fengust hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að ekkert slys hefði átt sér stað. Bústaðavegurinn væri leiðinlegur og búið að takmarka umferð um veginn. „Það er bara allt pikkstopp í bænum,“ sagði starfsmaður slökkviliðsins. Í tilkynningu um framkvæmdir við lengingu fráfreinar og breikkun rampa á Bústaðavegi frá 30. ágúst segir eftirfarandi: Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun fráreinar til austurs við hlið syðri akreina á Bústaðavegi, þ.e. milli Suðurhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Á þessum kafla verður annarri akrein fyrir umferð til austurs um Bústaðaveg lokað tímabundið, á meðan á framkvæmdinni stendur. Einnig verður unnið við umferðarljós og breytingar á akreinum akstursrampa Bústaðavegar, til suðurs að Kringlumýrarbraut (Hafnarfjarðarvegi (40)).Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði nú í haust og eru verklok áætluð 15. nóvember 2019. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar eru af umferðinni í Reykjavík nú á sjötta tímanum. Enn voru langar bílaraðir á Miklubraut og Hringbraut, sem og á Bústaðavegi.Horft yfir Miklubraut klukkan 18:00.Vísir/TumiLöng bílaröð á Hringbraut til vesturs klukkan 18:13.Vísir/TumiSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, lýsir reynslu sinni af skutli síðdegis í dag.Umferðin við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar klukkan 18:34.Vísir/Stefán ÁrniMargrét Erla Maack veltir umferðinni sömuleiðis fyrir sér. Er eitthvað slys eða er þetta venjulegt umferðaröngþveiti á Hringbraut, Njarðargötu, Skúlagötu og götunni hjá Háskólanum (Oddagötu??) Kv konan sem er aldrei í umferðinni— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 5, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. Hringbraut í vesturátt er sérstaklega slæm og teygir umferðin sig langt út á Granda. Framkvæmdir á Bústaðavegi, sem tilkynnt var um 30. ágúst á vef Vegagerðarinnar, gætu átt hlut að máli. Þau svör fengust hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að ekkert slys hefði átt sér stað. Bústaðavegurinn væri leiðinlegur og búið að takmarka umferð um veginn. „Það er bara allt pikkstopp í bænum,“ sagði starfsmaður slökkviliðsins. Í tilkynningu um framkvæmdir við lengingu fráfreinar og breikkun rampa á Bústaðavegi frá 30. ágúst segir eftirfarandi: Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun fráreinar til austurs við hlið syðri akreina á Bústaðavegi, þ.e. milli Suðurhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Á þessum kafla verður annarri akrein fyrir umferð til austurs um Bústaðaveg lokað tímabundið, á meðan á framkvæmdinni stendur. Einnig verður unnið við umferðarljós og breytingar á akreinum akstursrampa Bústaðavegar, til suðurs að Kringlumýrarbraut (Hafnarfjarðarvegi (40)).Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði nú í haust og eru verklok áætluð 15. nóvember 2019. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar eru af umferðinni í Reykjavík nú á sjötta tímanum. Enn voru langar bílaraðir á Miklubraut og Hringbraut, sem og á Bústaðavegi.Horft yfir Miklubraut klukkan 18:00.Vísir/TumiLöng bílaröð á Hringbraut til vesturs klukkan 18:13.Vísir/TumiSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, lýsir reynslu sinni af skutli síðdegis í dag.Umferðin við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar klukkan 18:34.Vísir/Stefán ÁrniMargrét Erla Maack veltir umferðinni sömuleiðis fyrir sér. Er eitthvað slys eða er þetta venjulegt umferðaröngþveiti á Hringbraut, Njarðargötu, Skúlagötu og götunni hjá Háskólanum (Oddagötu??) Kv konan sem er aldrei í umferðinni— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 5, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira