Túfa: Brekkan hefur verið meirihluta sumars og það er ekkert nýtt Gabríel Sighvatsson skrifar 16. september 2019 19:26 Srdjan Tufegdzic. vísir/daníel Srdjan Tufegdzic eða Túfa, þjálfari Grindavíkur, var ekki ánægður með uppskeruna í dag en lið hans náði einungis í eitt stig gegn ÍA í dag. „Þetta leggst ekki vel í mig, ég held við áttum skilið sigur í dag miðað við hvernig liðið spilaði. Miðað við að vera í basli þá er þetta skrifað í skýin að fyrsta skotið á markið okkar er aukaspyrna sem Stefán setur í vinkilinn.“ Grindavík byrjaði ekki vel en átti heilt yfir fínan leik. Þeir voru mjög afgerandi í seinni hálfleik þar sem þeir uppskáru jöfnunarmarkið. „Við fáum nóg af færum í dag, við skorum mark sem ég verð að sjá til á morgun, mér fannst dómarinn leyfa markið og svo er það dæmt af.“ „Við gáfumst aldrei upp og ég er stoltur af því hvernig liðið mitt spilaði í dag á einum erfiðasta útivellinum uppi á Skaga og sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum í í dag.“ Túfa var mjög svekktur með niðurstöðuna og fannst þeir hafa átt meira skilið úr þessum leik. „Klárlega, mér fannst við betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum boltanum vel og sköpuðum færi og sköpuðum hættu en það vantar hjá okkur eins og í allt sumar að skora meira en eitt mark til að vinna leiki.“ Grindavík er í mjög erfiðri stöðu en þeir þurfa að vinna báða leikina sem liðið á eftir til að eiga möguleika á að halda sér upp í deildinni. Túfa var þrátt fyrir það nokkuð brattur á því. „Þetta er ekki búið, það er kannski 1% möguleiki fyrir okkur og við höldum áfram á meðan. Brekkan hefur verið meirihluta sumars og það er ekkert nýtt. Ég er þannig gerður að þó það sé aðeins 1% möguleiki á að við björgum okkur þá ætlum við ekkert að hætta. Það þarf engan sérfræðing til að teikna þetta upp en á meðan það er möguleiki þá ætlum við að berjast fyrir því,“ sagði Túfa að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 1-1 Grindavík | Grindvíkingar björguðu stigi og sætinu tímabundið á Skaganum Grindavík á nánast ómögulegt verk fyrir höndum að reyna að halda sér uppi eftir jafntefli gegn ÍA. 16. september 2019 19:45 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Srdjan Tufegdzic eða Túfa, þjálfari Grindavíkur, var ekki ánægður með uppskeruna í dag en lið hans náði einungis í eitt stig gegn ÍA í dag. „Þetta leggst ekki vel í mig, ég held við áttum skilið sigur í dag miðað við hvernig liðið spilaði. Miðað við að vera í basli þá er þetta skrifað í skýin að fyrsta skotið á markið okkar er aukaspyrna sem Stefán setur í vinkilinn.“ Grindavík byrjaði ekki vel en átti heilt yfir fínan leik. Þeir voru mjög afgerandi í seinni hálfleik þar sem þeir uppskáru jöfnunarmarkið. „Við fáum nóg af færum í dag, við skorum mark sem ég verð að sjá til á morgun, mér fannst dómarinn leyfa markið og svo er það dæmt af.“ „Við gáfumst aldrei upp og ég er stoltur af því hvernig liðið mitt spilaði í dag á einum erfiðasta útivellinum uppi á Skaga og sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum í í dag.“ Túfa var mjög svekktur með niðurstöðuna og fannst þeir hafa átt meira skilið úr þessum leik. „Klárlega, mér fannst við betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum boltanum vel og sköpuðum færi og sköpuðum hættu en það vantar hjá okkur eins og í allt sumar að skora meira en eitt mark til að vinna leiki.“ Grindavík er í mjög erfiðri stöðu en þeir þurfa að vinna báða leikina sem liðið á eftir til að eiga möguleika á að halda sér upp í deildinni. Túfa var þrátt fyrir það nokkuð brattur á því. „Þetta er ekki búið, það er kannski 1% möguleiki fyrir okkur og við höldum áfram á meðan. Brekkan hefur verið meirihluta sumars og það er ekkert nýtt. Ég er þannig gerður að þó það sé aðeins 1% möguleiki á að við björgum okkur þá ætlum við ekkert að hætta. Það þarf engan sérfræðing til að teikna þetta upp en á meðan það er möguleiki þá ætlum við að berjast fyrir því,“ sagði Túfa að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 1-1 Grindavík | Grindvíkingar björguðu stigi og sætinu tímabundið á Skaganum Grindavík á nánast ómögulegt verk fyrir höndum að reyna að halda sér uppi eftir jafntefli gegn ÍA. 16. september 2019 19:45 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Leik lokið: ÍA 1-1 Grindavík | Grindvíkingar björguðu stigi og sætinu tímabundið á Skaganum Grindavík á nánast ómögulegt verk fyrir höndum að reyna að halda sér uppi eftir jafntefli gegn ÍA. 16. september 2019 19:45