Segja ærandi þögn frá menntamálaráðuneyti Ari Brynjólfsson skrifar 17. september 2019 06:15 Samkvæmt núverandi þjónustusamningi á Ríkisútvarpið að verja um tíund heildarútgjalda í efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Fréttablaðið/Pjetur Stjórnsýsla Samtök iðnaðarins (SI) bíða enn svara frá menntamálaráðuneytinu um mat ráðuneytisins á samningsskilmálum Ríkisútvarpsins vegna kaupa á sýningarefni frá sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum. Ríkisútvarpið breytti fyrir tveimur árum skilmálum í samningum við framleiðendur efnis um að í stað þess að kaupa sýningarrétt eignist RÚV hlut í þáttunum fyrir framlag sitt. Er það afstaða Ríkisútvarpsins að með þessu sé betur farið með almannafé, auk þess sé stofnuninni óheimilt að veita styrki. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag fyrir hönd innlendra framleiðenda og sendu upphaflega erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í ágúst í fyrra. Fulltrúar SI funduðu með ráðherra vegna málsins í mars síðastliðnum, síðan hafa engin svör borist. „Okkar gagnrýni á samningagerð RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur, og þá sérstaklega útfærsluna, stendur en við bíðum enn svara frá ráðuneytinu. Þrátt fyrir góðan hug ráðherra ríkir ærandi þögn,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SIRáðuneytið og Ríkisútvarpið eru nú að semja um nýjan þjónustusamning við stofnunina sem tekur gildi um áramótin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða engar stórvægilegar breytingar gerðar á samningnum, aðeins verður skerpt á orðalagi. Áfram verður gerð sú krafa að hluti útgjalda Ríkisútvarpsins renni til sjálfstæðra framleiðenda. Einnig að Ríkisútvarpið skuli styrkja og efla sjálfstæða sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildarmyndagerð með því að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að slíku efni. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur. RÚV neitar að afhenda tölur yfir árið 2018. „Þessi listi gefur að okkar mati tilefni til að skoða betur forsendur þjónustusamnings ríkisins við RÚV í ljósi þess að skilgreining RÚV á sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum er mun rýmri en almennt tíðkast,“ segir Sigríður. Nefnir hún sem dæmi að RÚV tilgreinir handritaráðgjöf, tækjaleigu, opinberar stofnanir og ýmsa verkþætti í framleiðslu sem hluta af þessum kaupum. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmaður eða framleiðandi efnis“. Er það afstaða RÚV að þessi skilgreining sé ekki óeðlileg. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Telur Sigríður þetta orka tvímælis. „Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Stjórnsýsla Samtök iðnaðarins (SI) bíða enn svara frá menntamálaráðuneytinu um mat ráðuneytisins á samningsskilmálum Ríkisútvarpsins vegna kaupa á sýningarefni frá sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum. Ríkisútvarpið breytti fyrir tveimur árum skilmálum í samningum við framleiðendur efnis um að í stað þess að kaupa sýningarrétt eignist RÚV hlut í þáttunum fyrir framlag sitt. Er það afstaða Ríkisútvarpsins að með þessu sé betur farið með almannafé, auk þess sé stofnuninni óheimilt að veita styrki. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag fyrir hönd innlendra framleiðenda og sendu upphaflega erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í ágúst í fyrra. Fulltrúar SI funduðu með ráðherra vegna málsins í mars síðastliðnum, síðan hafa engin svör borist. „Okkar gagnrýni á samningagerð RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur, og þá sérstaklega útfærsluna, stendur en við bíðum enn svara frá ráðuneytinu. Þrátt fyrir góðan hug ráðherra ríkir ærandi þögn,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SIRáðuneytið og Ríkisútvarpið eru nú að semja um nýjan þjónustusamning við stofnunina sem tekur gildi um áramótin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða engar stórvægilegar breytingar gerðar á samningnum, aðeins verður skerpt á orðalagi. Áfram verður gerð sú krafa að hluti útgjalda Ríkisútvarpsins renni til sjálfstæðra framleiðenda. Einnig að Ríkisútvarpið skuli styrkja og efla sjálfstæða sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildarmyndagerð með því að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að slíku efni. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur. RÚV neitar að afhenda tölur yfir árið 2018. „Þessi listi gefur að okkar mati tilefni til að skoða betur forsendur þjónustusamnings ríkisins við RÚV í ljósi þess að skilgreining RÚV á sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum er mun rýmri en almennt tíðkast,“ segir Sigríður. Nefnir hún sem dæmi að RÚV tilgreinir handritaráðgjöf, tækjaleigu, opinberar stofnanir og ýmsa verkþætti í framleiðslu sem hluta af þessum kaupum. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmaður eða framleiðandi efnis“. Er það afstaða RÚV að þessi skilgreining sé ekki óeðlileg. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Telur Sigríður þetta orka tvímælis. „Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira