Enski boltinn

Enginn búinn að búa til fleiri færi í deildinni en bakvörður Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold er enn bara tvítugur.
Trent Alexander-Arnold er enn bara tvítugur. Getty/Andrew Powell

Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, er sá leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem hefur skapað flest færi fyrir félaga síns í fyrstu fimm umferðunum.

Liverpool hefur unnið alla fimm deildarleiki sína til þess og er með fimm stiga forskot á næst lið sem eru Englandsmeistarar Manchester City.

Hér munar mikið um framlag Trent Alexander-Arnold sem hefur búið til 21 færi fyrir liðsfélaga sína eða tveimur fleiri en Belginn Kevin De Bruyne hjá Manchester City.

Sóknarleikur Liverpool fer mikið í gegnum bakverði liðsins og þá sérstaklega Trent Alexander-Arnold. Andrew Robertson, bakvörðurinn vinstra megin, er einnig mjög ógnandi og átti meðal annars stoðsendingu í síðasta leik.Þeir Trent Alexander-Arnold og Kevin De Bruyne eru í nokkrum sérflokki enda eru síðan fjögur sköpuð færi niður í þriðja sætið þar sem situr Manuel Lanzini hjá West Ham.

Leikmenn Liverpool eru samt ekki að nýta færin sín nægilega vel eftir sendingarnar frá Alexander-Arnold því hann er aðeins með tvær stoðsendingar. 2 af 21 gerir bara 9,5 prósent færanýtingu.

Kevin De Bruyne er efstur í stoðsendingum í deildinni með fimm slíkar, einni fleiri en liðsfélagi sinn David Silva hjá Manchester City. Liverpool maðurinn Roberto Firmino er síðan í þriðja sætinu með þrjár stoðsendingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.