Enski boltinn

Enginn búinn að búa til fleiri færi í deildinni en bakvörður Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold er enn bara tvítugur.
Trent Alexander-Arnold er enn bara tvítugur. Getty/Andrew Powell
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, er sá leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem hefur skapað flest færi fyrir félaga síns í fyrstu fimm umferðunum.

Liverpool hefur unnið alla fimm deildarleiki sína til þess og er með fimm stiga forskot á næst lið sem eru Englandsmeistarar Manchester City.

Hér munar mikið um framlag Trent Alexander-Arnold sem hefur búið til 21 færi fyrir liðsfélaga sína eða tveimur fleiri en Belginn Kevin De Bruyne hjá Manchester City.

Sóknarleikur Liverpool fer mikið í gegnum bakverði liðsins og þá sérstaklega Trent Alexander-Arnold. Andrew Robertson, bakvörðurinn vinstra megin, er einnig mjög ógnandi og átti meðal annars stoðsendingu í síðasta leik.





Þeir Trent Alexander-Arnold og Kevin De Bruyne eru í nokkrum sérflokki enda eru síðan fjögur sköpuð færi niður í þriðja sætið þar sem situr Manuel Lanzini hjá West Ham.

Leikmenn Liverpool eru samt ekki að nýta færin sín nægilega vel eftir sendingarnar frá Alexander-Arnold því hann er aðeins með tvær stoðsendingar. 2 af 21 gerir bara 9,5 prósent færanýtingu.

Kevin De Bruyne er efstur í stoðsendingum í deildinni með fimm slíkar, einni fleiri en liðsfélagi sinn David Silva hjá Manchester City. Liverpool maðurinn Roberto Firmino er síðan í þriðja sætinu með þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×