Íslenski boltinn

Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, er að leggja skóna á hilluna.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, er að leggja skóna á hilluna. vísir/bára
Davíð Þór Viðarsson mun leggja skóna á hilluna eftir leiktíðina en Davíð Þór greinir frá þessu í samtali við 433.is í dag.Davíð Þór er einn sigursælasti leikmaður íslenska boltans en hann hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með FH.Hann lék ekki bara á Íslandi því einnig lék hann í atvinnumennsku. Hann lék með Lilleström í Noregi, Lokeren í Belgíu, Öster í Svíþjóð og Vejle í Danmörku.Hann á einnig níu A-landsleiki að baki en þessi 35 ára gamli miðjumaður hefur nú ákveðið að hætta.„Ég hætti eftir þetta tímabil, þetta er síðasta árið,“ sagði Davíð í samtali við 433.is og segir tapið í úrslitaleiknum gegn Víkingi um liðna helgi enn sárara fyrir vikið.„Ég hefði viljað hætta með titli, þetta var mjög svekkjandi um helgina. Ég er 35 ára og mín hugsun hefur verið að hætta að meðan maður getur eitthvað. Þessi ákvörðun hefur verið í hausnum á mér síðasta árið, ég tel þetta góðan tímapunkt,“ sagði Davíð.Hann hefur leikið tuttugu tímabil í meistaraflokki en Davíð á að baki 317 leiki fyrir Fimleikafélagið. Sá fyrsti kom árið 2000.FH er í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar er liðið á þrjá leiki eftir. Liðið berst um að ná Evrópusæti.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.