Jafntefli í fyrstu leikjum Meistaradeildarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sánchez er í láni hjá Internazionale og er hér með Stefano Sensi.
Alexis Sánchez er í láni hjá Internazionale og er hér með Stefano Sensi. Getty/Giuseppe Cottini
Lyon og Zenit gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á nýju tímabili líkt og Inter og Slavia Prag.Lyon tók á móti Zenit í Frakklandi í G-riðli. Það voru gestirnir frá Rússlandi sem komust yfir þegar Sardar Azmoun skoraði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Artem Dzyuba.Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik náði Memphis Depay í vítaspyrnu fyrir Lyon. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði og jafnaði metin fyrir heimamenn.Hvorugt lið náði í sigurmark og skildu þau því jöfn 1-1. Með þeim í riðli eru Leipzig og Benfica en þau eigast við seinna í kvöld.Í F-riðli áttust Inter og Slavia Prag við í Mílanó. Þar var markalaust í hálfleik en á 63. mínútu kom Nígeríumaðurinn Peter Olayinka gestunum yfir.Það stefndi allt í mikilvægan útisigur Slavia þar til komið var fram í uppbótartíma og Nicolo Barella, 22 ára gamall varamaður, jafnaði metin fyrir Inter. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.Dortmund og Barcelona eru einnig í F-riðlinum og var bein útsending frá leik þeirra að hefjast á Stöð 2 Sport 3.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.