Fótbolti

Átta marka leikur í Salzburg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Erling Håland gerði þrennu fyrir Salzburg
Erling Håland gerði þrennu fyrir Salzburg vísir/getty

Það var nóg af mörkum þegar Salzburg og Genk mættust í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 

Heimamenn í Salzburg byrjuðu af krafti gegn Genk í E riðli þegar Erling Håland skoraði strax á annarri mínútu. Håland átti eftir að gera Genk erfitt fyrir því hann skoraði tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik.

Á milli marka Håland náði Hwang Hee-Chan að taka þátt í markaveislunni en Jhon Lucumí lagaði stöðuna fyrir Genk. Rétt áður en flautað var til hálfleiks gerði Dominik Szoboszlai fimmta mark Salzburg, staðan 5-1 í hálfleik.

Mbwana Smatta minnkaði muninn fyrir Genk á 52. mínútu en Andreas Ulmer skoraði fyrir heimamenn fjórtán mínútum seinna. Fleiri mörk komu ekki í markasúpuna, lokatölur 6-2 í Salzburg.

Í Portúgal tapaði Benfica á heimavelli, 1-2, fyrir Leipzig en Ajax vann þægilegan 3-0 sigur á Lille á heimavelli sínum.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.