Fótbolti

Átta marka leikur í Salzburg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Erling Håland gerði þrennu fyrir Salzburg
Erling Håland gerði þrennu fyrir Salzburg vísir/getty
Það var nóg af mörkum þegar Salzburg og Genk mættust í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Salzburg byrjuðu af krafti gegn Genk í E riðli þegar Erling Håland skoraði strax á annarri mínútu. Håland átti eftir að gera Genk erfitt fyrir því hann skoraði tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik.Á milli marka Håland náði Hwang Hee-Chan að taka þátt í markaveislunni en Jhon Lucumí lagaði stöðuna fyrir Genk. Rétt áður en flautað var til hálfleiks gerði Dominik Szoboszlai fimmta mark Salzburg, staðan 5-1 í hálfleik.Mbwana Smatta minnkaði muninn fyrir Genk á 52. mínútu en Andreas Ulmer skoraði fyrir heimamenn fjórtán mínútum seinna. Fleiri mörk komu ekki í markasúpuna, lokatölur 6-2 í Salzburg.Í Portúgal tapaði Benfica á heimavelli, 1-2, fyrir Leipzig en Ajax vann þægilegan 3-0 sigur á Lille á heimavelli sínum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.