Fótbolti

Klopp: Augljóslega ekki vítaspyrna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Klopp þurfti að horfa upp á sína menn hefja titilvörnina í Meistaradeildinni á tapi
Klopp þurfti að horfa upp á sína menn hefja titilvörnina í Meistaradeildinni á tapi vísir/getty
Jurgen Klopp var ekki sáttur við vítaspyrnuna sem dæmd var á Liverpool í tapinu fyrir Napólí í Meistaradeild Evrópu í kvöld.Liverpool tapaði leiknum 2-0 en fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 82. mínútu.„Þetta á að vera sárt því við fengum okkar tækifæri,“ sagði Klopp. „Þetta var opinn leikur með mikið af skyndisóknum, en við kláruðum þær ekki og það er vandamál.“„Ég held að þetta hafi ekki verið víti. Að mínu mati var þetta augljóslega ekki vítaspyrna. Hann hoppar áður en það kemur nokkur snerting, en við getum ekki breytt því.“„Við spiluðum mikið af góðum fótbolta en kláruðum hann ekki. Stjórnuðum köflum en fengum ekki nóg af færum þegar upp var staðið.“„Við tókum ákvarðanir sem voru ekki réttar og þurfum að sætta okkur við útkomuna,“ sagði Jurgen Klopp.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.