Andri Rafn flytur til Ítalíu

Andri Rafn Yeoman missir væntanlega af síðustu leikjum Breiðabliks í Pepsi Max deild karla þar sem hann er að flytja til Ítalíu.
Fyrirliði Blika, Gunnleifur Gunnleifsson, sagði frá þessu á Twitter í dag.
Eftir því sem fram kemur í frétt Fótbolta.net þá er Andri Rafn að flytja til Rómarborgar til þess að stunda nám í verkfræði.
Uppáhaldsleikmaðurinn minn að flytja til Róm á morgun. Tilboðum frá Lazio og Roma eru hafnað. #Yeoman #minnmaður pic.twitter.com/E05WD7F1ymAndri Rafn hefur verið fastamaður í leiki Breiðabliks síðustu ár og á að baki 331 leik fyrir félagið.
— gulligull1 (@GGunnleifsson) September 17, 2019
Hinn 27 ára Andri hóf feril sinn með Breiðabliki árið 2009 og hefur hann verið allan sinn feril í græna hluta Kópavogs.
Breiðablik er í öðru sæti Pepsi Max deildar karla þegar tvær umferðir eru eftir, sex stigum á undan FH og með 15 mörk á Hafnfirðinga svo annað sætið er líklegast þeirra. FH á þó leik til góða á Breiðablik.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.