Innlent

Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Reykjanesbrautinni fyrr í kvöld.
Frá vettvangi á Reykjanesbrautinni fyrr í kvöld.

Fimm bíla árekstur varð á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli.

Þá hreinsaði dælubíll slökkviliðsins upp olíu á vettvangi og þurfti að loka einni akrein á Reykjanesbraut vegna þess en sú vinna gekk vel og tók útkallið ekki meira en tíu mínútur að sögn varðstjóra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.