Innlent

Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Reykjanesbrautinni fyrr í kvöld.
Frá vettvangi á Reykjanesbrautinni fyrr í kvöld.
Fimm bíla árekstur varð á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli.Þá hreinsaði dælubíll slökkviliðsins upp olíu á vettvangi og þurfti að loka einni akrein á Reykjanesbraut vegna þess en sú vinna gekk vel og tók útkallið ekki meira en tíu mínútur að sögn varðstjóra.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.