Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2019 23:00 Frá vettvangi í dag. Vélin er í forgrunni myndarinnar og eins sést þá kviknaði í henni. vísir Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum í kvöld. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs og rekstrarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir í samtali við Vísi rannsóknin hafi gengið vel. Þá hafi aðstæður á vettvangi verið góðar. Það var á fjórða tímanum í dag sem viðbragðsaðilar fengu tilkynningu að lítil flugvél hefði brotlent á milli Móskarðshnjúka og Skálafells. Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi en þyrlan fann manninn um korter í fjögur þar sem hann var gangandi á toppi Skálafells. Þorkell segir að alls hafi tíu manns verið að störfum við rannsóknina á vettvangi í dag og í kvöld, þar af sex til átta manns frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Á meðal þess sem var gert var að fjarlægja flak vélarinnar af fjallinu og flytja hana í rannsóknarskýli nefndarinnar. Þetta er áttunda flugslysið á árinu. Aðspurður hvort að það sé óvenjumikið segir Þorkell svo ekki vera, hins vegar hafi síðasta ár verið mjög sérstakt þar sem það varð ekkert flugslys. Spurður út í það hvers vegna vélin brotlenti í dag segir Þorkell alltof snemmt að segja til um það. Bláskógabyggð Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum í kvöld. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs og rekstrarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir í samtali við Vísi rannsóknin hafi gengið vel. Þá hafi aðstæður á vettvangi verið góðar. Það var á fjórða tímanum í dag sem viðbragðsaðilar fengu tilkynningu að lítil flugvél hefði brotlent á milli Móskarðshnjúka og Skálafells. Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi en þyrlan fann manninn um korter í fjögur þar sem hann var gangandi á toppi Skálafells. Þorkell segir að alls hafi tíu manns verið að störfum við rannsóknina á vettvangi í dag og í kvöld, þar af sex til átta manns frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Á meðal þess sem var gert var að fjarlægja flak vélarinnar af fjallinu og flytja hana í rannsóknarskýli nefndarinnar. Þetta er áttunda flugslysið á árinu. Aðspurður hvort að það sé óvenjumikið segir Þorkell svo ekki vera, hins vegar hafi síðasta ár verið mjög sérstakt þar sem það varð ekkert flugslys. Spurður út í það hvers vegna vélin brotlenti í dag segir Þorkell alltof snemmt að segja til um það.
Bláskógabyggð Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38