Enski boltinn

Lampard vissi ekki hvað leikmennirnir sínir voru að ræða fyrir vítið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ross Barkley gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok.
Ross Barkley gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. Getty/Richard Heathcote
Chelsea byrjaði Meistaradeildina illa í gærkvöldi eða með tapi fyrir spænska félaginu Valencia á heimavelli. Chelsea fékk hins vegar kjörið tækifæri til að fá eitthvað út úr leiknum.Chelsea liðið fékk nefnilega vítaspyrnu í seinni hálfleiknum en klúðruðu henni. Ross Barkley skaut í slánna og yfir.Það var aftur á móti eitthvað í gangi fyrir vítið og það leit hreinlega út fyrir það að Ross Barkley væri að frekjast til að taka vítaspyrnuna.Í fyrstu leit út fyrir að Jorginho væri að fara að taka vítið en hann hefur skorað úr nokkrum vítaspyrnum fyrir Chelsea þar á meðal í Ofurbikar UEFA á móti Liverpool.Barkley gaf sig ekki og hrifsaði til sín boltann eftir að nokkrir leikmenn Chelsea reyndu að tala hann til. Þar á meðal var fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og Willian sem hefur líka tekið víti fyrir Chelsea liðið.Frank Lampard, knattsprynustjóri Chelsea, eyddi öllum vafa eftir leikinn um hver hafi átt að taka vítaspyrnuna. „Ross er vítaskyttan okkar. Hann skoraði úr nokkrum vítaspyrnum á undirbúningstímabilinu og hann var vítaskyttan í dag þegar hann kom inn á völlinn,“ sagði Frank Lampard en Ross Barkley var varamaður í leiknum.„Ég veit ekki um hvað þeir voru að tala. Jorginho og Willian voru vítaskytturnar á vellinum þar til að Ross kom inn á völlinn. Þá var hann orðinn vítaskyttan,“ sagði Lampard.„Við áttum skilið að vinna þennan leik eða í það minnsta að ná jafntefli. Við sköpuðum nógu mikið af færum, við fengum þessa vítaspyrnu og þeir skoruðu markið sitt með sínu eina skoti á markið,“ sagði Lampard.„Þetta er erfið kennslustund fyrir mitt lið en svona er Meistaradeildin. Við áttum samt að fá meira út úr þessum leik í kvöld,“ sagði Lampard.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.