Erlent

Afar mjótt á munum í Ísrael

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Flokkur forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú fær samkvæmt spánum 30 til 34 þingsæti en flokkur aðalkeppinautarins, Benny Gantz, fær 32 til 34 sæti.
Flokkur forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú fær samkvæmt spánum 30 til 34 þingsæti en flokkur aðalkeppinautarins, Benny Gantz, fær 32 til 34 sæti. AP/Ariel Schalit
Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. Flokkur forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú fær samkvæmt spánum 30 til 34 þingsæti en flokkur aðalkeppinautarins, Benny Gantz, fær 32 til 34 sæti.

Sextíu og eitt þingsæti þarf í Ísrael til að mynda meirihluta á þinginu og svo virðist sem flokkurinn Ysrael Beitenu hafi öll tromp á hendi og gæti myndað meirihluta með öðrum hvorum flokknum. Sá flokkur er leiddur af rússneska innflytjandanum Avigdor Lieberman sem er fyrrverandi samherji Netanjahús en í dag hans helsti gagnrýnandi og andar köldu á milli þeirra.

Búist er við að endanlegar tölur liggi fyrir nú með morgninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×