Fótbolti

Casemiro: Við þurfum að breytast

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Casemiro
Casemiro vísir/getty
Casemiro segir Real Madrid þurfa að breyta hvernig liðið spilar eftir tap fyrir PSG í Meistaradeild Evrópu í kvöld.„Við fengum okkar tækifæri, skoruðum tvö mörk sem stóðu ekki en það er ekki afsökun,“ sagði Casemiro eftir leikinn.„Við spiluðum ekki vel, þetta er viðkvæmt mál til þess að tala.“Real tapaði 3-0 fyrir PSG ytra eftir að hafa komið boltanum tvisvar í netið en mörkin voru bæði dæmd af eftir myndbandsdómgæslu.„Við erum að vinna í hlutunum og höfum tíma til þess að breytast. Við vitum við þurfum að breyta hlutunum.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.