Fótbolti

Pochettino: Snýst ekki um gæði, við fylgdum bara ekki plani

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino vísir/getty

Mauricio Pochettino var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í jafntefli Tottenham og Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Tottenham komst 2-0 yfir á fyrsta hálftímanum en missti leikinn niður í 2-2 jafntefli.

„Við sýndum ekki ákafann sem þessi keppni þarf. Þetta snýst ekki um gæði, heldur að vera einbeittur, aggresívur og að búast við því sem gerist,“ sagði Pochettino eftir leikinn.

„Þetta snýst ekki um taktík eða gæði leikmanna heldur að vera undirbúinn í bardaga.“

„Það er á ábyrgð allra að mæta ákafa hins liðsins. Það er það sem ég varð fyrir mestum vonbrigðum með.“

„Við vorum með plan, en við fórum ekki eftir planinu.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.