Enski boltinn

Hélt Gylfa stundum fyrir utan liðið hjá Tottenham en er nú á leiðinni frítt til Blackburn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lewis Holtby er á leið í enska boltann.
Lewis Holtby er á leið í enska boltann.

Fyrrum miðjumaður Tottenham, Lewis Holtby, er á leiðinni til B-deildarliðsins Blackburn en hann er laus allra mála eftir að hafa yfirgefið Hamburger Sport-Verein í sumar.

Holtby er 29 ára gamall miðjumaður sem á enskan faðir en þýska móður. Hann ákvað að framlengja ekki samning sinn í Þýskalandi þar sem hann hafði leikið í nokkur ár en HSV leikur í þýsku B-deildinni.

Holtby gat farið til Kína og Tyrklands en langar að fara til Englands og nú gæti hann verið að semja við Blackburn. Hann sást á æfingasvæði félagsins í gær þar sem hann gekk undir læknisskoðun.

Hann lék með Tottenham á sama tíma og Gylfi Þór Sigurðsson var á mála þar, eða á árunum 2013 til 2015.

Í fjölmörgum leikjum var það Holtby sem fékk frekar tækifærið í byrjunarliðinu en ferlar þeirra hafa farið í sitthvora áttina eftir það.

Blackburn er í 12. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði deildarinnar Leeds United, en Blackburn endaði í 15. sætinu á síðustu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.