Fótbolti

Maradona hundeltur af auglýsingaskilti | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gæinn með auglýsingaskiltið var stjarna dagsins.
Gæinn með auglýsingaskiltið var stjarna dagsins.

Diego Maradona er byrjaður að þjálfa lið Gimnasia í heimalandinu og eins og við var að búast er hann strax farinn að slá í gegn.

Hans lið tapaði fyrsta leiknum undir hans stjórn, 2-1 gegn Racing Club, og eðlilega var þungt í goðsögninni eftir leik.Í viðtali eftir leik vildi Maradona ekki standa kyrr. Hann fór að labba í viðtalinu og þá voru góð ráð dýr því auglýsendur þurftu að fá sitt.

Starfsmaður Racing labbaði því á eftir Maradona með auglýsingaskilti félagsins og var stórkostlegt að fylgjast með honum kíkja og athuga hvort hann væri ekki örugglega á réttum stað.

Svona hlutir gerast bara hjá Maradona.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.