Fótbolti

Maradona hundeltur af auglýsingaskilti | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gæinn með auglýsingaskiltið var stjarna dagsins.
Gæinn með auglýsingaskiltið var stjarna dagsins.
Diego Maradona er byrjaður að þjálfa lið Gimnasia í heimalandinu og eins og við var að búast er hann strax farinn að slá í gegn.Hans lið tapaði fyrsta leiknum undir hans stjórn, 2-1 gegn Racing Club, og eðlilega var þungt í goðsögninni eftir leik.Í viðtali eftir leik vildi Maradona ekki standa kyrr. Hann fór að labba í viðtalinu og þá voru góð ráð dýr því auglýsendur þurftu að fá sitt.Starfsmaður Racing labbaði því á eftir Maradona með auglýsingaskilti félagsins og var stórkostlegt að fylgjast með honum kíkja og athuga hvort hann væri ekki örugglega á réttum stað.Svona hlutir gerast bara hjá Maradona.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.