Fótbolti

Jón Þór: Ánægður að fá Söndru og Rakel aftur inn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari.
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari. vísir/vilhelm

Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir næstu verkefni en tveir reynsluboltar snúa aftur inn í hópinn.

Það eru þær Rakel Hönnudóttir og Sandra María Jessen. Það eru einu tvær breytingarnar á 23 manna hópi liðsins.

Stelpurnar munu spila vináttulandsleik við Frakka ytra og fara svo í útileik gegn Lettum í undankeppni EM 2021. Stelpurnar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni.

Vísir var með blaðamannafundinn í beinni textalýsingu. Hana má sjá hér að neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.