Innlent

Afhenda skólatöskur meðfram matargjöf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vinstri: Valgeir Daðason, Einar Jón Másson fulltrúar Costco, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Kristrún Gunnlaugsdóttir, Ásta Katrín Viljhjálmsdóttir og Sveinbjörg Kristmundsdóttir.
Frá vinstri: Valgeir Daðason, Einar Jón Másson fulltrúar Costco, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Kristrún Gunnlaugsdóttir, Ásta Katrín Viljhjálmsdóttir og Sveinbjörg Kristmundsdóttir.
Costco færði Fjölskylduhjálp Íslands 175 skólatöskur í vikunni sem til stendur að úthluta með mataraðstoð í Breiðholti og Reykjanesbæ í næstu viku. Skólatöskurnar eiga eftir að koma sér vel fyrir efnalitlar fjölskyldur segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni.

Engin afhending var á matargjöfum hjá Fjölskylduhjálpinni síðustu tvo mánuði. Afhending verður 24. og 25. september klukkan 12-14 í Iðufelli 14 í Breiðholti og 26. september klukkan 15-17 að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.

Ásgerður segir töskur sem henti báðum kynjum meðal gjafanna og þeim verði dreift á Reykjanesið og Iðufellið.

Aðspurð hverjir fái töskur segir hún sömu aðferð og hafi verið í mörg ár. Fólk sýni skattframtal sitt eða fletti upp í Þjóðskrá. Aðeins lágtekjufólk geti sótt í aðstoðina, öryrkjar, fólk í leiguhúsnæði með litlar tekjur.

„Við setjum okkur í fótspor fólksins en yfirleitt á þetta fólk ekki mat síðustu viku mánaðarins. Þess vegna höfum við úthlutunina svona seint í mánuðnum.“

Framundan sé söfnun fyrir jólaúthlutun og telur Ásgerður Jóna samtökin þurfa að safna tólf milljónum króna til að geta staðið vel að úthlutunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.