Innlent

Afhenda skólatöskur meðfram matargjöf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vinstri: Valgeir Daðason, Einar Jón Másson fulltrúar Costco, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Kristrún Gunnlaugsdóttir, Ásta Katrín Viljhjálmsdóttir og Sveinbjörg Kristmundsdóttir.
Frá vinstri: Valgeir Daðason, Einar Jón Másson fulltrúar Costco, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Kristrún Gunnlaugsdóttir, Ásta Katrín Viljhjálmsdóttir og Sveinbjörg Kristmundsdóttir.

Costco færði Fjölskylduhjálp Íslands 175 skólatöskur í vikunni sem til stendur að úthluta með mataraðstoð í Breiðholti og Reykjanesbæ í næstu viku. Skólatöskurnar eiga eftir að koma sér vel fyrir efnalitlar fjölskyldur segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni.

Engin afhending var á matargjöfum hjá Fjölskylduhjálpinni síðustu tvo mánuði. Afhending verður 24. og 25. september klukkan 12-14 í Iðufelli 14 í Breiðholti og 26. september klukkan 15-17 að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.

Ásgerður segir töskur sem henti báðum kynjum meðal gjafanna og þeim verði dreift á Reykjanesið og Iðufellið.

Aðspurð hverjir fái töskur segir hún sömu aðferð og hafi verið í mörg ár. Fólk sýni skattframtal sitt eða fletti upp í Þjóðskrá. Aðeins lágtekjufólk geti sótt í aðstoðina, öryrkjar, fólk í leiguhúsnæði með litlar tekjur.

„Við setjum okkur í fótspor fólksins en yfirleitt á þetta fólk ekki mat síðustu viku mánaðarins. Þess vegna höfum við úthlutunina svona seint í mánuðnum.“

Framundan sé söfnun fyrir jólaúthlutun og telur Ásgerður Jóna samtökin þurfa að safna tólf milljónum króna til að geta staðið vel að úthlutunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.