Fótbolti

„Okkar næsta skref á leiðinni til Englands“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á tvo mjög svo ólíka leiki í upphafi október.

Þann 4. október mætir Ísland Frakklandi í vináttulandsleik í Nimes. Fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið því lettneska í Liepaja í undankeppni EM 2021.

Ísland er með fullt hús stiga í F-riðli undankeppninnar eftir sigra á Ungverjalandi og Slóvakíu.

„Við förum í báða leikina til að vinna. Ekki spurning,“ sagði Jón Þór um leikina tvo sem framundan eru í Sportpakkanum.

„Ég held að leikirnir verði ekki mikið ólíkari í einu verkefni. En leikurinn í Lettlandi er okkar næsta skref til Englands. Þangað ætlum við okkur,“ sagði Jón Þór en EM 2021 fer fram á Englandi. Ísland hefur komist á þrjú Evrópumót í röð.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.