Enski boltinn

Ástralir höfðu betur gegn Kanada

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ástralir byrjuðu á sigri
Ástralir byrjuðu á sigri vísir/getty

Ástralir hófu leik á HM í körfubolta í Kína í dag með sigri á Kanada í H-riðli.

Ástralir byrjuðu betur og voru 52-40 yfir í hálfleik. Kandamenn tóku hins vegar þriðja leikhluta með miklum krafti og unnu hann 37-24. Staðan var því 77-76 fyrir Kanada fyrir lokaleikhlutann.

Þar skoruðu Ástralir fyrstu átta stigin og tóku forystuna á ný. Henni héldu þeir út leikinn og unnu að lokum 108-92 sigur.

Matthew Dellavedova fór mikinn í leik Ástrala og skoraði 24 stig. Khem Birch var stigahæstur Kanda með 18 stig.

Tyrkir hófu einnig leik með sigri en þeir unnu Japani í Shanghai. Tyrkir byrjuðu betur og voru 47-35 yfir í hálfleik.

Þegar upp var staðið vann Tyrkland 86-67 sigur. Melih Mahmutoglu og Ersan Ilyasova voru báðir með 17 stig fyrir Tyrkland. Ilyasova var auk þess með 9 fráköst og 3 stoðsendingar.

Brasilíumenn unnu Nýja Sjáland 102-94 og Dóminíska lýðveldið vann Jórdaníu 80-76.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.