Enski boltinn

Ástralir höfðu betur gegn Kanada

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ástralir byrjuðu á sigri
Ástralir byrjuðu á sigri vísir/getty
Ástralir hófu leik á HM í körfubolta í Kína í dag með sigri á Kanada í H-riðli.

Ástralir byrjuðu betur og voru 52-40 yfir í hálfleik. Kandamenn tóku hins vegar þriðja leikhluta með miklum krafti og unnu hann 37-24. Staðan var því 77-76 fyrir Kanada fyrir lokaleikhlutann.

Þar skoruðu Ástralir fyrstu átta stigin og tóku forystuna á ný. Henni héldu þeir út leikinn og unnu að lokum 108-92 sigur.

Matthew Dellavedova fór mikinn í leik Ástrala og skoraði 24 stig. Khem Birch var stigahæstur Kanda með 18 stig.

Tyrkir hófu einnig leik með sigri en þeir unnu Japani í Shanghai. Tyrkir byrjuðu betur og voru 47-35 yfir í hálfleik.

Þegar upp var staðið vann Tyrkland 86-67 sigur. Melih Mahmutoglu og Ersan Ilyasova voru báðir með 17 stig fyrir Tyrkland. Ilyasova var auk þess með 9 fráköst og 3 stoðsendingar.

Brasilíumenn unnu Nýja Sjáland 102-94 og Dóminíska lýðveldið vann Jórdaníu 80-76.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×