Enski boltinn

Sevilla í viðræðum um kaup á Chicharito

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Javier "Chicharito“ Hernandez gerði garðinn frægan með Manchester United á árunum 2010-2015
Javier "Chicharito“ Hernandez gerði garðinn frægan með Manchester United á árunum 2010-2015 vísir/getty
Sevilla er í viðræðum við West Ham um kaupin á mexíkóska framherjanum Javier Hernandez.Hernandez á aðeins tíu mánuði eftir af samningi sínum við Lundúnafélagið. West Ham á því á hættu að missa hann frítt næsta sumar en með sölu í sumar fá Hamrarnir pening inn fyrir framherjann.Hernandez var ekki í liði West Ham sem vann 2-0 sigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær.Fyrr í sumar hafði hann greint frá því að West Ham hefði gefið honum leyfi á að fara í sumar.Hernandez kom til West Ham frá Bayer Leverkusen sumarið 2017. Hann hefur skorað 17 mörk í 63 leikjum fyrir félagið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.