Enski boltinn

Sevilla í viðræðum um kaup á Chicharito

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Javier "Chicharito“ Hernandez gerði garðinn frægan með Manchester United á árunum 2010-2015
Javier "Chicharito“ Hernandez gerði garðinn frægan með Manchester United á árunum 2010-2015 vísir/getty

Sevilla er í viðræðum við West Ham um kaupin á mexíkóska framherjanum Javier Hernandez.

Hernandez á aðeins tíu mánuði eftir af samningi sínum við Lundúnafélagið. West Ham á því á hættu að missa hann frítt næsta sumar en með sölu í sumar fá Hamrarnir pening inn fyrir framherjann.

Hernandez var ekki í liði West Ham sem vann 2-0 sigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Fyrr í sumar hafði hann greint frá því að West Ham hefði gefið honum leyfi á að fara í sumar.

Hernandez kom til West Ham frá Bayer Leverkusen sumarið 2017. Hann hefur skorað 17 mörk í 63 leikjum fyrir félagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.