Innlent

500.000 króna gjöf til Krabbameinsfélags Árnessýslu frá Oddfellow

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Frá afhendingu peningagjafarinnar í dag, frá vinstri, Anna Árnadóttir, formaður líknanefndar Þórusystra,  Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu og Margrét Halla Ragnarsdóttir yfirmeistari Rebekkustúkunnar númer níu, Þóru á Selfossi.
Frá afhendingu peningagjafarinnar í dag, frá vinstri, Anna Árnadóttir, formaður líknanefndar Þórusystra, Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu og Margrét Halla Ragnarsdóttir yfirmeistari Rebekkustúkunnar númer níu, Þóru á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Rebekkustúka Oddfellow númer níu, Þóra á Selfossi afhenti í dag Krabbameinsfélagi Árnessýslu 500.000 króna gjöf að viðstöddu fjölmenni þar sem haldið var upp á tvö hundruð ára afmæli Oddfellowreglunnar með opnu húsi á Selfossi.
 
„Við ákveðum að styrkja eitthvað gott og fallegt verkefni í heimabyggð og við vitum af því frábæra starfsemi, sem fer fram hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu“, sagði Anna Árnadóttir, formaður líkanefndar Þórusystra þegar hún afhenti peningagjöfina.
 
Oddfellowreglan opnar almenningi í fyrsta sinn dyr allra Regluheimila sinna hér á landi í dag, sunnudaginn 1. september frá kl. 13 til 17.
 
Tilgangur „opins húss“ er að kynna Regluna sjálfa, líknar- og mannúðarstarf hennar og húsakynni fyrir landsmönnum.
 
 

Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, stórritari Stórstúkunnar á Íslandi og ritari stjórnar. Hún er líka í Þóru á Selfossi og Börkur Brynjarsson, yfirmeistari stúku númer tuttugu og átta, Atli á Selfossi, Á Selfossi er líka stúka númer sautján, Hásteinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Regluheimili Oddfellowa eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, á Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi.
 
Oddfellowreglan er líknar- og mannræktarfélag. Með um fjögur þúsund félagsmenn. Reglulega eru veittir styrkir til góðra málefna. Síðustu tólf mánuði hefur Oddfellowreglan styrkt verðug málefni að upphæð 148.000.000 krónur.


Fjölmargir mættu í opna húsið hjá Oddfellow stúkunum á Selfossi í dag til að kynna sér starfsemina og þiggja veitingar að hætti hússins. Magnús Hlynur Hreiðarsson.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.