Fótbolti

Dagur í lífi mannsins sem hefur oftast verið fyrstur með fótboltafréttirnar í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabrizio Romano.
Fabrizio Romano. Skjámynd/Youtube/ B/R Football
Fabrizio Romano segist fá fimmtíu símtöl á dag og er þar af leiðandi mjög mikið í símanum. Markmiðið er að vera fyrstur í heiminum með heitustu fótboltafréttirnar.

Þeir sem fylgjast vel með fótboltanum eru vanir að sjá nafn Fabrizio Romano nefnt í fréttum um fótboltamenn og félagskipti þeirra en hann hefur verið duglegur að skúbba í sumar.

Bleacher Report Football ákvað að kynna sér betur þennan 26 ára Ítala og fá að fylgjast með einum degi í lífi hans.

Fabrizio Romano er með meira en 440 þúsund fylgjendur á Twitter og það er þar sem hann kemur oft með fréttirnar á undan stóru miðlunum.





Fabrizio Romano vaktar flottustu hótelin í Mílanó til að reyna á hitta á forystumenn ítölsku félaganna. Hann er einnig mikið í kringum höfuðstöðvar Mílanó liðanna tveggja sem voru að vanda mikið í fréttum.

Fabrizio Romano er ekkert mikið í slúðrinu því hann er alltaf að leita að staðfestum fréttum um félagsskiptin og fyrir vikið hefur hann byggt upp traust, bæði hjá félögunum en líka hjá öðrum fjölmiðlamönnum.

Það er líka athyglisvert að sjá allar fréttirnar sem heimurinn hefur frétt af fyrst í gegnum Twitter-færslu hjá Fabrizio Romano. Það er farið yfir þær í þessari stuttu heimildarmynd um hann sem er aðgengileg hér fyrir neðan.

Hér fyrir neðan má sjá dag í lífi Ítalans fréttaþyrsta Fabrizio Romano.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×