Innlent

Einn lést í köfunar­slysi á Eyja­firði í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Vísir
Köfunarslys varð í dag á Eyjafirði til móts við Hjalteyri þar sem einn einstaklingur lést. Tilkynning barst lögreglu klukkan 14:00 og voru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir kallaðar út.Þar að auki var varðskipið Týr nærri slysstað og kom til aðstoðar. Lögregla, björgunarsveitir og landhelgisgæslan eru enn við vinnu úti á Eyjafirði meðal annars við að endurheimta búnað mannsins.Einn maður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann var úrskurðaður látinn. Þá var áfallateymi Rauða Krossins kallað út til að hlúa að samferðafólki mannsins.Lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.