Allar treyjurnar uppseldar aðeins sólarhring eftir að félagið samdi við Bendtner Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 11:00 Nicklas Bendtner varð norskur bikarmeistari með Rosenborg í fyrra og vann einnig norsku deildina tvisvar sinnum með félaginu. Getty/Trond Tandberg Nicklas Bendtner er kominn heim til Danmerkur en hann samdi á mánudaginn við danska stórliðið FC frá Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þessi samningur hafi haft góð áhrif á treyjusölu danska félagsins. Aðeins sólarhring síðar þá voru allar FCK treyjurnar uppseldar og þá erum við að tala um allar fullorðinstreyjur og treyjur í öllum stærðum.Lord Bendtner strikes again! pic.twitter.com/cFyAXI4wKm — ESPN UK (@ESPNUK) September 3, 2019 Nicklas Bendtner er einn frægasti knattspyrnumaður Dana eftir tíma sinn hjá Arsenal en undanfarin ár hefur hann leikið með Rosenborg í Noregi. Þessi frábæra treyjusala er gott dæmi um vinsældir hans. Nicklas Bendtner er nú 31 árs gamall en hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann yfirgaf unglingalið Kjøbenhavns Boldklub og samdi við Arsenal. Þá var árið 2004 en nú fimmtán árum síðan snýr hann aftur heim í danska boltann. Bendtner hafði árið 2004 skorað fjögur mörk í sex leikjum með dönskum unglingalandsliðum og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann fékk síðan sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Arsenal rúmu ári síðar.September 2 - FC Copenhagen sign Nicklas Bendtner September 3 - FC Copenhagen's complete stock of adult jerseys sell out Doing the Lord's work pic.twitter.com/3LfLTlA8yJ — Goal (@goal) September 3, 2019 Bendtner fór á láni til Birmingham City áður en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri með Arsenal. Undir lok tíma hans hjá Arsenal lánaði félagið hann til Juventus og eftir tíma sinn hjá Arsenal reyndi hann fyrir sér hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Bendtner skoraði síðan 24 mörk í 57 deildarleikjum með Rosenborg í Noregi frá 2017 til 2019. View this post on InstagramA post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Sep 3, 2019 at 8:59am PDT Danmörk Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Nicklas Bendtner er kominn heim til Danmerkur en hann samdi á mánudaginn við danska stórliðið FC frá Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þessi samningur hafi haft góð áhrif á treyjusölu danska félagsins. Aðeins sólarhring síðar þá voru allar FCK treyjurnar uppseldar og þá erum við að tala um allar fullorðinstreyjur og treyjur í öllum stærðum.Lord Bendtner strikes again! pic.twitter.com/cFyAXI4wKm — ESPN UK (@ESPNUK) September 3, 2019 Nicklas Bendtner er einn frægasti knattspyrnumaður Dana eftir tíma sinn hjá Arsenal en undanfarin ár hefur hann leikið með Rosenborg í Noregi. Þessi frábæra treyjusala er gott dæmi um vinsældir hans. Nicklas Bendtner er nú 31 árs gamall en hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann yfirgaf unglingalið Kjøbenhavns Boldklub og samdi við Arsenal. Þá var árið 2004 en nú fimmtán árum síðan snýr hann aftur heim í danska boltann. Bendtner hafði árið 2004 skorað fjögur mörk í sex leikjum með dönskum unglingalandsliðum og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann fékk síðan sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Arsenal rúmu ári síðar.September 2 - FC Copenhagen sign Nicklas Bendtner September 3 - FC Copenhagen's complete stock of adult jerseys sell out Doing the Lord's work pic.twitter.com/3LfLTlA8yJ — Goal (@goal) September 3, 2019 Bendtner fór á láni til Birmingham City áður en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri með Arsenal. Undir lok tíma hans hjá Arsenal lánaði félagið hann til Juventus og eftir tíma sinn hjá Arsenal reyndi hann fyrir sér hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Bendtner skoraði síðan 24 mörk í 57 deildarleikjum með Rosenborg í Noregi frá 2017 til 2019. View this post on InstagramA post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Sep 3, 2019 at 8:59am PDT
Danmörk Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira